Félagsfærni drengs á leikskóla aukin með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar
Markmið tilraunarinnar var að auka félagsfærni 5 ára drengs með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Inngrip var notað til að kenna æskilega leikhegðun með hrósi sem styrki, fyrst í sérkennsluherbergi og síðan var mælt hvort sú leikhegðun yfirfærðist á leikskóladeild. Hegðun drengsins var mæld með...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2010
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/4451 |
Summary: | Markmið tilraunarinnar var að auka félagsfærni 5 ára drengs með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Inngrip var notað til að kenna æskilega leikhegðun með hrósi sem styrki, fyrst í sérkennsluherbergi og síðan var mælt hvort sú leikhegðun yfirfærðist á leikskóladeild. Hegðun drengsins var mæld með beinu áhorfi. Fylgst var með hversu löngum tíma drengurinn varði við leik og mælt var hversu oft hann bað um dót og deildi því með öðrum börnum. Drengurinn tók framförum í leikhegðun sinni, leiktíminn lengdist og hegðunin yfirfærðist milli aðstæðna. Í eftirfylgnimælingu sem gerð var átta mánuðum seinna var leikhegðun drengsins aftur orðin eins og hún var í upphafi mælinga en leiktími hans var sá sami og átta mánuðum áður við lok inngripsins. Þessa afturför má sennilega rekja til þess að eftirfylgni var ekki nægjanleg og honum hefur ekki verið hrósað þegar hann sýndi æskilega hegðun. Til þess að svo mætti verða hefðu kennarar e.t.v. þurft frekari þjálfun í inngripi. |
---|