Hinn nafnlausi tollgreiðandi : tollverð, uppruni vöru og tollflokkun

Markmið ritgerðar þessarar: „Hinn nafnlausi tollgreiðandi: Tollverð, uppruni vöru og tollflokkun“ er að greina og afmarka gildandi rétt tiltekinna reglna tollalaga, það er reglur um tollverð, uppruna vöru og tollflokkun. Rannsóknaraðferð ritgerðarinnar fellur í flokk lýsandi aðferð á gildandi rétt (...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrannar Þór Rósarsson 1997-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44410
Description
Summary:Markmið ritgerðar þessarar: „Hinn nafnlausi tollgreiðandi: Tollverð, uppruni vöru og tollflokkun“ er að greina og afmarka gildandi rétt tiltekinna reglna tollalaga, það er reglur um tollverð, uppruna vöru og tollflokkun. Rannsóknaraðferð ritgerðarinnar fellur í flokk lýsandi aðferð á gildandi rétt (l. lex lata). Í ritgerðinni er fyrst gert grein fyrir skatthugtakinu og hvernig tollar heyra þar undir. Næst er gert grein fyrir viðeigandi alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist og innleitt. Þá er gert skil á íslenskum reglum er varða tollverð vöru ásamt því hvernig reglurnar um tollverð samræmast alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins. Í framhaldi þess er gert grein fyrir meginreglum um uppruna vöru og helstu sjónarmiðum sem gilda við afmörkun á uppruna vöru. Að lokum er farið yfir samræmda tollflokkunarkerfið og túlkunarreglur þess. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að meginregla tollverðs byggir á viðskiptaverði vöru en þrýtur hún koma aðrar til skoðunar. Afmörkun á uppruna vöru fer eftir því frá hvaða ríki henni er aflað í heild sinni eða þaðan sem hún gekk síðast undir mesta aðvinnslu. Þá tilgreinir alþjóðlegt tollflokkunarkerfi sérstakar túlkunarreglur sem skulu í hávegum hafðar gagnvart tollflokkun í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Íslensk innleiðing og framkvæmd á ofangreindum reglum virðist að mestu samræmast alþjóðlegum skuldbindingum þó frávik séu þar frá. The objective of this thesis “Hinn nafnlausi tollgreiðandi: Tollverð, uppruni vöru og tollflokkun” is to analyse applicable legislation of Icelandic rules regarding the Customs Act, more specifically rules on customs value, the origin of goods and classification of tariff. The research method of the thesis is the dogmatic method, which is a descriptive method of applicable law (l. lex lata). The thesis first explains the concept of tax and how customs are part of it. Next, an account of the relevant international agreements that Iceland has undertaken and implemented into Icelandic legislation is given. The ...