Mat á samfallsbrotum í hrygg með DXA: Samanburður á tveimur mismunandi aðferðum

Ritgerðin er lokuð til 2011 vegna birtingar í ritrýndu tímariti Samfallsbrot í hrygg eru algeng beinþynningarbrot meðal kvenna eftir 65 ára aldur. Algengi þeirra er þó ekki alveg ljós. Greining á samfallsbrotum er mikilvæg þar sem brot eykur líkur á frekari brotum. Markmið þessa verkefnis var að met...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Díana Óskarsdóttir 1967-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4425
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 2011 vegna birtingar í ritrýndu tímariti Samfallsbrot í hrygg eru algeng beinþynningarbrot meðal kvenna eftir 65 ára aldur. Algengi þeirra er þó ekki alveg ljós. Greining á samfallsbrotum er mikilvæg þar sem brot eykur líkur á frekari brotum. Markmið þessa verkefnis var að meta hæfi tveggja mismunandi greiningaraðferða til að greina samfallsbrot af DXA myndum og bera saman við röntgengreiningu. Áherslumunur er á aðferðunum þar sem önnur (ABQ) er sjónræn aðferð sem gerir kröfu um rof á endaplötu liðbolar en hin (McCloskey) er mælanleg aðferð sem byggir á beinum hæðarmælingum liðbola (McCloskey). Við mat á hæfi aðferðanna voru þær bornar saman við Genant aðferð sem er hálfsjónræn aðferð og notuð á röntgenmyndir. Jafnframt var leitast við að meta algengi og nýgengi samfallsbrota meðal 75 – 80 ára íslenskra kvenna og reynt að meta hlutfall þeirra kvennanna sem ekki vissi af brotum sem þær greindust með í rannsókninni. Rannsóknarhópurinn samanstóð af 166 konum, allar fæddar árið 1927 og búsettar í Reykjavík. Konurnar komu tvisvar sinnum í beinþéttnimælingu, fyrst árið 2003 og aftur fjórum árum síðar, árið 2007. Við hvora komu voru teknar hryggjamyndir í DXA auk þess sem 108 konur fóru einnig í röntgenmynd af hrygg árið 2007. Röntgengreining (Genant) var notuð sem gullstaðall við mat á hæfi ABQ og McCloskey. Rannsóknin sýndi ekki marktækan mun milli ABQ og McCloskey aðferða með tilliti til greininga á algengi samfallsbrota árin 2003 og 2007. Algengi við 75 ára aldur mældist 31,3% (ABQ) og 24,1% (McCloskey) og við 80.aldursár 36,7% (ABQ) og 38,0% (McCloskey). Marktækur munur var milli aðferðanna við greiningu nýgengi samfallsbrota, þar sem marktækt fleiri brot greindust með McCloskey í seinna skiptið sem hópurinn var mældur. Jákvætt forspárgildi aðferðanna tveggja var 82% á hvern einstakling. Meirihluti kvenna (um 70%) vissi ekki af eigin samfallsbrotum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að leit samfallsbrota meðal eldri kvenna á Íslandi væri tvímælalaust gagnleg með notkun DXA samhliða ...