Setdældir í íslenskum gosbeltum

Ritgerð þessi fjallar um setdældir í íslenskum gosbeltunum, skyldleika þeirra, fánur og aldur. Á þremur mismunandi stöðum á Íslandi eru setdældir þar sem jarðlög gefa vísbendingar um loftslag og dýralíf allt að 4.5 milljón ár aftur í tímann og ef til vill lengra. Umfang þessara setdælda er ekki nákv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hanna Rósa Hjálmarsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4424
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um setdældir í íslenskum gosbeltunum, skyldleika þeirra, fánur og aldur. Á þremur mismunandi stöðum á Íslandi eru setdældir þar sem jarðlög gefa vísbendingar um loftslag og dýralíf allt að 4.5 milljón ár aftur í tímann og ef til vill lengra. Umfang þessara setdælda er ekki nákvæmlega þekkt en þó virðist sem þær fylgi gosbeltunum. Mikla athygli vekja hnyðlingar með steingervingum í hinni 46 ára eyju Surtsey. Þessir hnyðlingar hafa brotnað úr landgrunnsbrún Íslands og borist upp með kviku í gosinu þegar Surtsey varð til. Sambærilegir hnyðlingar finnast í Heimaey og í Skammadal á Suðurlandi, en í Skammadal er talið að þeir hafi komið upp í gosi úr sprungu, hugsanlega undir jökli. Bylgjubrotsmælingar við Suðurlandið hafa sýnt að undir suðurströnd Íslands er lághraðalag sem er mjög sennilega setlag, og það liggur of grunnt til að það sé það sama og hnyðlingarnir í Skammadal eiga uppruna sinn í. Hægt er að nota bæði fánu og setlög til að tengja saman setdældirnar á Tjörnesi og á Snæfellsnesi, sem og á Tjörnesi og í Skammadal, en ekki er hægt að finna sameiginlega fánu á Snæfellsnesi og í Skammadal. Einnig finnast engin jökulbergslög í Skammadal á meðan þau finnast bæði á Tjörnesi og á Snæfellsnesi. This paper focuses on sedimentary basins in Icelandic volcanic zones, their relationship, faunas and ages. In three different locations in Iceland there are sedimentary basins where beds give us clues about climate and animal life up to 4.5 million years in the past, and maybe further. The scope of these basins is not exactly known but it seems that they follow the volcanic zones. An interesting fact is the existence of xenoliths with fossils on the 46 year old island of Surtsey. These xenoliths broke from the continental shelf of Iceland and were carried up with the hot magma during the formation of Surtsey. Similar xenoliths are found on Heimaey and in Skammidalur in South Iceland, but in Skammidalur it is believed that they erupted from a fissure, possibly under a glacier. Seismic refractions on the ...