„Við erum á leiðinni inn í framtíðina“. Upplifun starfsfólks Reykjavíkurborgar af stafrænni umbreytingu borgarinnar

Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í upplifun starfsfólks Reykjavíkurborgar af stafrænni umbreytingu borgarinnar. Einnig var markmiðið að skoða hvernig stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar fellur að aðferðum breytingastjórnunar. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri rannsóknaraðferð þar s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólrún Día Friðriksdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44075
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í upplifun starfsfólks Reykjavíkurborgar af stafrænni umbreytingu borgarinnar. Einnig var markmiðið að skoða hvernig stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar fellur að aðferðum breytingastjórnunar. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við níu viðmælendur. Allir viðmælendur störfuðu hjá Reykjavíkurborg, ýmist á þróunar- og nýsköpunarsviði eða velferðarsviði. Lögð var áhersla á að viðmælendur hefðu reynslu af stafrænum umbreytingaverkefnum hjá borginni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun starfsfólks Reykjavíkurborgar af stafrænni umbreytingu borgarinnar ætti margt sameiginlegt með aðferðum breytingastjórnunar. Niðurstöðurnar ítreka einnig þörf stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar, þar sem tækniþróun verður sífellt meiri sem eykur kröfur notenda á þjónustu á rafrænu formi. Viðmælendur töldu ávinning stafrænnar umbreytingar borgarinnar margþættan og sögðu hann helst koma fram í bættri þjónustu við íbúa og betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar. Misjöfn tækniþekking bæði notenda og starfsfólks gæti hins vegar verið áskorun. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós mikilvægi hlutverks stjórnenda og leiðtoga í breytingaferli, jákvæð áhrif upplýsingamiðlunar sem og mikilvægi þess að virkja starfsfólk í breytingum. This research aims to obtain insight into the experience of Reykjavík City employees during the city's digital transformation. The aim was also to examine how the digital transformation of the City of Reykjavík aligns with the methods of change management. This research was conducted using a qualitative research method, where semistructured interviews with nine employees of Reykjavík City were conducted. All interviewees worked at the City of Reykjavík, either in the Department of Services and Innovation or the Department of Welfare. An emphasis was placed on getting interviewees who had experience of working directly on digital transformation projects. The main results of the ...