Ávísun lyfjameðferða eftir mismunandi svipgerðum hjartabilunar við útskrift á hjartadeild Landspítala: Eru íslenskir hjartabilunarsjúklingar að fá meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar Evrópsku hjartalæknasamtakanna?

Inngangur: Langflestir sjúklingar með bráða hjartabilun þróa með sér langvinna hjartabilun sem skiptist í þrjár mismunandi svipgerðir eftir útfallsbroti: skert (HFrEF), vægt skert (HFmrEF) og varðveitt (HFpEF). Klínískar leiðbeiningar ráðleggja HFrEF sjúklingum beta blokkara (BB), saltstera/aldóste...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Hauksdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43663
Description
Summary:Inngangur: Langflestir sjúklingar með bráða hjartabilun þróa með sér langvinna hjartabilun sem skiptist í þrjár mismunandi svipgerðir eftir útfallsbroti: skert (HFrEF), vægt skert (HFmrEF) og varðveitt (HFpEF). Klínískar leiðbeiningar ráðleggja HFrEF sjúklingum beta blokkara (BB), saltstera/aldósterón viðtakablokkara (MRA), samflutningspróteins natríumglúkósa-2 hemla (SGLT2i), auk annars af eftirfarandi angíótensín breytihvatahemlum (ACEI): angíóntensín II/Neprilysin viðtakahemil (ARNI) eða angíótensín II viðtakablokka (ARB). Sami ávinningur er talinn ná til HFmrEF sjúklinga en ekki til HFpEF svipgerðarinnar. Markmið: Rannsaka lyfjaávísanir vegna hjartabilunarinnlagna eftir svipgerðum og greina ástæður ófullnægjandi lyfjameðferðar. Aðferðir: Rannsóknarsnið var afturskyggn, lýsandi gagnarannsókn úr íslenska hjartabilunargagnagrunninum. Efniviður var allar bráðar hjartabilunarinnlagnir á hjartadeild Landspítalans frá janúar 2020 til júní 2022 (n=2142). Skoðað var hvort marktækur munur væri á lyfjameðferð eftir svipgerð hjartabilunar, sérstaklega milli HFrEF og HFmrEF. Niðurstöður: Ávísun á ACEI, ARNI eða ARB var hjá 65% HFrEF, 54% HFmrEF og 40% HFpEF. Viðmiðunarskammtar náðust í 5–8% tilfella. Ávísun á BB var hjá 86% HFrEF, 85% HFmrEF og 75% HFpEF. Ávísun á MRA var 43% hjá HFrEF, 33% HFmrEF og 24% HFpEF innlögnum. Viðmiðunarskammtur fyrir BB og MRA náðist í 5% og 7% tilvika fyrir HFrEF, 12% og 13% fyrir HFmrEF og 14% og 18% fyrir HFpEF. SGLT2i var ávísað hjá 15% HFrEF, 8% HFmrEF og 5% HFpEF. Lágþrýstingur og langvinn nýrnabilun voru aðalástæður þess að ACEI/ARNI/ARB var ekki ávísað í hópi HFrEF og HFmrEF. Krónísk nýrnabilun var algengasta orsök þess að MRA var ekki ávísað, þar á eftir kom lágþrýstingur í hópi HFmrEF og HFrEF. Lágþrýstingur og hægtaktur reyndust hindra BB-meðferð óháð svipgerð. Einungis í 8% innlagna í hópi HFrEF var ávísað fjórfaldri lyfjameðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum ESC óháð viðmiðunarskömmtum og í undir 3% innlagna í öðrum hópum. Umræður og ályktanir: Það er lágt hlutfall af ...