Áfallastjórnun vegna COVID-19

Áfallastjórnun snýr að forvörnum, viðbúnaði, viðbrögðum og endurreisn vegna áfalla. Í þessari rannsókn er áfallastjórnun greind í fámennu sveitarfélagi, Mýrdalshreppi, vegna þess samfélagslega áfalls sem fólst í COVID-19 heimsfaraldrinum. Í úttekt Byggðastofnunar sem unnin var fyrir stjórnvöld var M...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Fjóla Hannesdóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43536
Description
Summary:Áfallastjórnun snýr að forvörnum, viðbúnaði, viðbrögðum og endurreisn vegna áfalla. Í þessari rannsókn er áfallastjórnun greind í fámennu sveitarfélagi, Mýrdalshreppi, vegna þess samfélagslega áfalls sem fólst í COVID-19 heimsfaraldrinum. Í úttekt Byggðastofnunar sem unnin var fyrir stjórnvöld var Mýrdalshreppur eitt þeirra sveitarfélaga sem varð fyrir hvað mestum efnahagslegum samdrætti vegna faraldursins. Endurreisnarferli vegna áfalla hefur lítið verið rannsakað á Íslandi en í þessari rannsókn eru áhrif stuðningsaðgerða stjórnvalda til atvinnulífsins meðal þess sem skoðað er. Þannig er rannsóknin mikilvægt innlegg í endurreisnarverkfærakistu framtíðarinnar, ásamt öðrum lærdómi sem hún skilar til sveitarfélaga vegna hugsanlegra áfalla. Viðbúnaður og viðbrögð í Mýrdalshreppi eru skoðuð ítarlega í verkefninu þar sem beitt var eigindlegri rannsókn. Viðtöl voru tekin við 14 viðbragðsaðila og heimamenn til að leita svara við rannsóknarspurningunum. Áfallastjórnun mótar hinn fræðilega grunn sem og greiningaramma rannsóknar. Megin niðurstöður voru afgerandi á þann hátt að stuðningur stjórnvalda hefði haft mikla þýðingu, bæði aðgerðir á landsvísu og sértæki stuðningurinn sem Mýrdalshreppi var veittur. Faraldurinn var mikil áskorun fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu en sveitarstjórn tók þá ákvörðun strax við upphaf hans að gefa í hvað framkvæmdir varðaði, sem varð heilladrjúgt. Sýnilegar framkvæmdir höfðu jákvæð áhrif og upplifðu íbúar sértækan stuðning sem viðurkenningu á því að þeirra staða væri sérstaklega erfið. Samstaða íbúa var mikil en áskoranir vegna mikillar íbúaþróunar eru verulegar, til framtíðar litið. Crisis management includes mitigation, preparedness, crisis response and crisis recovery. This thesis aims to analyze how the COVID-19 pandemic affected the South-Iceland rural community of Mýrdalshreppur. Findings from a survey, conducted by the Icelandic Regional Development Institute on behalf of the Icelandic government, indicated that Mýrdalshreppur was among the worst hit municipalities, ...