Orðaheimurinn - Málörvun fjöltyngdra leikskólabarna í gegnum leik

Börn á Íslandi sem alast upp við fleiri en eitt tungumál eiga í mikilli hættu á að ná einungis takmarkaðri færni í því tungumáli sem notað er í samfélaginu og skólakerfinu. Góður tungumálagrunnur er lykilforsenda læsis og færni í íslensku því einn stærsti áhrifaþáttur í námi barna á öllum stigum ísl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sædís Dúadóttir Landmark 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43377
Description
Summary:Börn á Íslandi sem alast upp við fleiri en eitt tungumál eiga í mikilli hættu á að ná einungis takmarkaðri færni í því tungumáli sem notað er í samfélaginu og skólakerfinu. Góður tungumálagrunnur er lykilforsenda læsis og færni í íslensku því einn stærsti áhrifaþáttur í námi barna á öllum stigum íslensks skólakerfis. Inngrip snemma á lífsleiðinni stuðlar að jákvæðum árangri á efri stigum skólaáranna, auknum tækifærum og betri líðan og gæti því reynst þessum hópi barna mjög gagnlegt. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna fýsileika málörvunarefnis Orðaheimsins World of Words (Neuman o.fl., 2021) í íslensku leikskólaumhverfi. Efnið var þýtt og staðfært árið 2021 af höfundi og Svövu Heiðarsóttur. Upphaflega kemur efnið frá Bandaríkjunum þar sem það hefur verið gagnreynt meðal fjöltryngdra barna og barna sem þurfa á stuðningi í námi að halda. Fýsileikarannsóknin (e. viability study) fór þannig fram að tvær mismunandi útfærslur efnisins voru prófaðar meða 3-4 ára fjöltyngdra barna innan tveggja leikskóla í Reykjavík. Annar leikskólinn fylgdi kennslustýrðri nálgun með nákvæmum kennsluleiðbeiningum um framkvæmd og innlögn efnis Orðaheimsins. Hinn leikskólinn, sem er til athugunar í þessu verkefni, þjónaði hlutverki samanburðarhóps. Hann fékk öll málörvunargögn Orðaheimsins í hendur en án kennsluleiðbeininga og var frjálsri aðferð beitt við innlögn efnisins. Niðurstöður verkefnisins byggja á báðum þáttum fýsileikarannsóknarinnar, kennslustýrðu nálguninni (Svava Heiðarsdóttir, 2022) og beitingu frjálsrar aðferðar við innlögn Orðaheimsins. Í framhaldi þessarar rannsóknar og áður en stærri fyrirhuguð rannsókn fer fram verður nytsamlegt að rýna í og nýta athugasemdir leikskólakennara um efnivið málörvunarefnisins í þeim tilgangi að aðlaga það enn frekar að börnum á Íslandi. Children who grow up in a multilingual language environment are at risk of acquiring only limited skills in the language used within the broader society and the school system. A strong language foundation is a key prerequisite for literacy and ...