Lækjargata and Why it Matters: A Viking-Age Longhouse, the Turf House Tradition, and Preserving Icelandic Cultural Heritage

Þegar grunnur var tekinn að nýju hóteli í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur voru fornleifafræðingar fengnir til að leita fornleifa sem búist var við að væru ungar. Það vakti því nokkra athygli þegar þeir fundu leifar skála frá víkingaöld sem reyndist meðal þeirra stærstu sem fundist hafa á Íslandi. Þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dominick David Zarrillo 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43118
Description
Summary:Þegar grunnur var tekinn að nýju hóteli í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur voru fornleifafræðingar fengnir til að leita fornleifa sem búist var við að væru ungar. Það vakti því nokkra athygli þegar þeir fundu leifar skála frá víkingaöld sem reyndist meðal þeirra stærstu sem fundist hafa á Íslandi. Þessi fornleifafundur er lýsandi fyrir öra þéttbýlismyndun og innreið nútímans á Íslandi og vekur spurningar um stöðu og túlkun annarra sambærilegra byggingarminja. Bæði skálinn og yngra torfhús sem fundust við Lækjargötu eru hluti af meira en þúsund ára gamalli torfhúsahefð á Íslandi. Þessi gamla og mikilvæga byggingarhefð, sem á sér fornar rætur í Evrópu, hefur verið tilnefnd á menningarminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Tilgangur þessa verkefnis er að draga fram mikilvægi Lækjargöturústirnar og gildi þeirra fyrir íslenska menningar- og byggingarsögu, einkum torfhúsahefðina, og um leið auka skilning á gildi torfhúsahefðarinnar almennt og varðveislu hennar. Í þessu skyni verða fornleifarnar við Lækjargötu endurmetnar með aðferðum mannfræði, fornleifafræði, byggingarlistar og menningarsögu í samvinnu við helstu sérfræðinga og með samanburði við helstu menningarminjar á landinu. Sérstök áhersla verður lögð á varðveislu Lækjargöturústanna, hvernig áformað er að búa um þær og hvaða áskoranir felast í því með hliðsjón af varðveislu annarra torfhúsa, rústa og tilgátuhúsa. On the construction site of a new hotel, archaeologists tasked with locating modern ruins accidentally discovered one of Iceland's largest Viking-age longhouses. These finds at Lækjargata in the centre of Reykjavík are highly symbolic of an ever-urbanising and modernising Iceland and call into question the status and interpretation of other comparable Icelandic heritage sites of turf construction. The medieval longhouse and the later turf house, both of which were found at Lækjargata, being built primarily of turf and stone, are collectively a part of the millennia-old Icelandic Turf House Tradition. This valuable and historic ...