Er fjarnám framtíð íslenskukennslu? Rannsókn byggð á námskeiðinu Talþjálfun (2019-2022)

Þegar fyrsta árs málnemar í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, þar á meðal höfundur þessarar ritgerðar, hófu nám árið 2019 bjóst enginn við því að eftir hálft ár myndi staðan breytast svo gífurlega. Covid19 heimsfaraldurinn hafði í för með sér margar óvæntar takmarkanir og breytingar. Kenns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ewa Katarzyna Koprowska 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42798
Description
Summary:Þegar fyrsta árs málnemar í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, þar á meðal höfundur þessarar ritgerðar, hófu nám árið 2019 bjóst enginn við því að eftir hálft ár myndi staðan breytast svo gífurlega. Covid19 heimsfaraldurinn hafði í för með sér margar óvæntar takmarkanir og breytingar. Kennslan færðist úr staðnámi yfir í fjarnám. Á næstu þremur árum fléttuðust þessi tvö form saman, allt eftir tilteknum aðstæðum og leiðbeiningum. Í þessari rannsókn er kannað hvernig aðstæðurnar og allar breytingarnar höfðu áhrif á viðhorf og hvata nemenda áðurnefnds náms, nánar tiltekið þeirra sem tóku þátt í námskeiðinu Talþjálfun. Rannsóknaraðferðin hér var nafnlaus netkönnun og eru niðurstöður kynntar í þessari ritgerð. Fjarnám reyndist hafa marga kosti eins og til dæmis meiri þægindi. Margir nemendur öðluðust meira sjálfstraust í nettímum og þeim leið betur í verkefnum eins og að halda kynningar eða hópumræður. Þetta eru mikilvægir þættir sem geta haft jákvæð áhrif á L2 máltileinkun og ætti að taka tillit til þeirra við mótun námskráa framtíðar. Engu að síður voru einbeitingarvandamál nefnd sem einn helsti galli fjarnáms. Samskipti og aðlögun nemenda skipta einnig miklu máli. Í ljós kemur að fólk sem mat fjarnám jákvæðara hafði mun meiri samskipti við aðra nemendur og / eða íslenskumælendur utan námskeiðsins. Samþætting er því mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á námshvata, sem aftur endurspeglar námsárangur. Hvati nemenda jókst líka með hverju árinu. Allt þetta getur leitt til þeirrar ályktunar að þegar fjarnám er vel skipulagt og nemendur og kennarar undirbúnir fyrir það, þá hefur það mikla möguleika og býður upp á mörg tækifæri. Það ber að hafa í huga fyrir frekari þróun íslenskukennslu. When first-year students of BA programme in Icelandic as a Second Language at the University of Iceland, including the author of this thesis, started their studies in 2019, no one expected that in half a year circumstances would change so drastically. The Covid19 pandemic brought a lot of unexpected restrictions and changes. ...