Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar

Ritgerð þessi fjallar um verkefnið Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar þar sem Reykjavíkurborg er að ráðast í veigamiklar framkvæmdir við að breyta og bæta þjónustu sína með það að markmiði að þjónustan verði notendamiðuð. Á seinustu árum hefur krafa um aðgengi að þjónustu og upplýsingum aukist og er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Sólborg Ingibjargardóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42757
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um verkefnið Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar þar sem Reykjavíkurborg er að ráðast í veigamiklar framkvæmdir við að breyta og bæta þjónustu sína með það að markmiði að þjónustan verði notendamiðuð. Á seinustu árum hefur krafa um aðgengi að þjónustu og upplýsingum aukist og er það að stórum hluta tilkomið með nýrri og betrumbættri tækni sem gerir notendum kleift að nálgast upplýsingar hratt og óháð staðsetningu eða tíma. Það vill oft loða við opinberar stofnanir að allt gangi eftir þeirra klukku hvort að hægt sé að nálgast þjónustu eða upplýsingar en nú er svo komið að það er nauðsynlegt fyrir opinberar stofnanir að mæta kröfum samfélagsins og aðlaga sína starfsemi og þjónustu að þörfum notenda. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn þar sem gögnum er safnað úr áður birtu efni og rannsóknum og viðtöl tekin við einstaklinga sem starfa við verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Tilgangur ritgerðarinnar er að athuga hvernig staðið sé að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar sem var sett af stað árið 2019 með það að markmiði að meta hvort og þá hvernig tólum og tækjum breytingar- og verkfærastjórnunar er beitt í ferlinu. Þá er velt fyrir sér hvernig verkefnið fellur að hugmyndum um ólíkar gerðir nýsköpunar og þannig að setja þetta einstaka verkefni í víðara samhengi við umfjöllun um stafræna þróun og nýsköpun í henni á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að um töluverða nýsköpun sé að ræða í verkefninu og birtist hún á margvíslegan hátt, bæði sem róttæk nýsköpun og stigvaxandi nýsköpun. Eins sýna niðurstöður að undirbúningsvinna og framkvæmd verkefnisins fellur afar vel að þekktum og viðurkenndur aðferðum innan breytingar- og verkefnastjórnunar. This paper is about the digital transformation project Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar in which the city of Reykjavík is in the process of changing and improving its services by focusing on the users needs. The demand for accessible service and information has increased over the years and this demand is in part due ...