The tephra layer formed in the 1996 eruption of Gjálp: Dispersal and volume

Gjálp er móbergshryggur undir vestanverðum Vatnajökli, miðja vegu milli megineldstöðva Bárðarbungu og Grímsvatna. Í Gjálpargosinu myndaðist einnig gjóskulag þá 12 daga sem gosið stóð. Gjóskan sem kom upp í Gjálpargosinu hefur eiginleika sem passa við eldstöðvakerfi Grímsvatna. Sprengigosið hófst 2....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Irma Gná Jóngeirsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42713
Description
Summary:Gjálp er móbergshryggur undir vestanverðum Vatnajökli, miðja vegu milli megineldstöðva Bárðarbungu og Grímsvatna. Í Gjálpargosinu myndaðist einnig gjóskulag þá 12 daga sem gosið stóð. Gjóskan sem kom upp í Gjálpargosinu hefur eiginleika sem passa við eldstöðvakerfi Grímsvatna. Sprengigosið hófst 2. október og varði með hléum til 13. október. Fyrsta gjóskan sem upp kom barst til N og NA yfir Vatnajökul og Norðurland en dreifðist síðan til A og NA (5 dagar), til suðlægra átta (3 dagar) og til vesturs síðasta gosdaginn. Gjóskan sem fell á jökulinn huldist fljótlega snjó. Sýni af Gjálpargjóskunni voru tekin með snjókjarnaborun og safnað af yfirborði, alls frá 44 stöðum og þykktarmælingar voru gerðar á 11 stöðum. Þykktarkort af gjóskulaginu var byggt á þessum gögnum. Rúmmál gjóskunnar var metið útfrá þykktarkortinu og er 10 milljón m3 (0.01 km3) innan 0,02 cm jafnþykktarlínu. Um 65% gjóskunnar féll innan við 6 km frá gosstöðvunum. Mesta mælda þykkt gjóskunnar var 265 cm um 0,5 km frá upptökum. Meðalkornastærð í fjórum sýnum sem tekin voru 0,9 km frá upptökum er 0,5-0,25 mm (1-2 phi) sem sýnir að mest af gosefnum er fínna en 0,5 mm. Svo mikið fínefni nálægt upptökum bendir til hagstæðst hlutfalls kviku og vatns fyrir sundrun en einnig til fremur vægrar og slitróttar sprengivirkni. Gerðar voru glerefnagreiningar á sýnum frá 7 gosdögum til að kanna breytingar á kvikunni með tíma. Greina má smávægilega breytingu með tíma frá 2. til 8. október en hún gekk til baka síðustu daga gossins. Gjálp is a hyaloclastite ridge situated beneath the western part of the ~7700 km2 Vatnajökull ice cap, located midway between the subglacial calderas of Grímsvötn and Bárðarbunga central volcanoes. The ridge was formed in the 1996 Gjálp eruption, that lasted from the 30th of September to the 13th of October and also produced a tephra layer during 12 days of subaerial activity, that began on October 2 and continued intermittently until October 13. The tephra is basaltic-andesite with the isotopic affinities of the Grímsvötn system. The ...