Summary: | Hugmyndafræðin á bak við útinám hefur alltaf heillað mig og vildi ég nýta mér það í verkefninu. Í þessu lokaverkefni var rannsakað hvort að útisvæði í kringum frístundaheimili styðja við almenn markmið frístundastarfs og útináms í starfi þeirra. Rannsóknin mín byggði á megindlegri rannsókn þar sem þátttakendur voru stjórnendur í frístundastarfi í 15 frístundaheimilum í Garðabæ og Hafnarfirði. Þátttakendur svöruðu spurningakönnun um útisvæði, útiveru, starfsfólk og börn. Alls voru 15 spurningar í spurningakönnuninni. Megin spurningin sem leitað er svara við í ritgerðinni er: Styður nánasta umhverfi vel við almenn markmið frístundastarfs og útinám í starfi þeirra? Útinám er það nám sem á sér stað hjá þátttakendum við það að læra og leika úti. Frístundaheimili eru vettvangur leiks hjá börnum þar sem þau sækja eftir skóla. Þau eru líka vettvangur fyrir börn að vera í öruggu umhverfi eftir að skóladegi lýkur. Hugmyndafræðin sem frístundaheimilin byggir á er að þar er hvatt til sjálfræðis barna og þau fá svigrúm til þess að njóta sín í frjálsum leik. Niðurstöður benda til þess að útisvæði barnanna í kringum frístundaheimilin séu ágæt en það er svigrúm til framfara og áhugi til að nýta þau er mögulega ekki til staðar. Ekki eru öll frístundaheimilin sem vinna markvisst með útinám. Útisvæði frístundaheimila eru meira notuð undir útiveru og frjálsan leik fremur en markvisst útinám. Von er að stjórnendur frístundaheimila taki útinám sem fyrirmynd og innleiði það meira inn í starf frístundaheimila.
|