Summary: | Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, fyrir líkama og sál, en að ná fulkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum. Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða. „Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Ég væri bara til í að fá að sjá þessi skjöl. Fá þetta á hreint. Er það svo flókið? Er eitthvað að mínum augum svo ég fái ekki á þessi skjöl litið? Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“ Aðstandendur // Leikstjórn: Magnús Thorlacius Flytjendur: Bjartey Elín Hauksdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir Samsköpun: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson, Vigdís Halla Birgisdóttir Aðstoð við búninga: Annalísa Hermannsdóttir Aðstoð við leikmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir Aðstoð við leikmyndasmíði: Egill Ingibergsson Aðstoð við tækni: Guðmundur Felixson Ljósmyndir fyrir plakat: Nikulás Tumi Hlynsson Leiðbeinendur: Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson Þakkir // Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Drangey, Fjölnir Gíslason, Anna María Tómasdóttir, Saga Sigurðardóttir, Sky Lagoon, mamma og pabbi og tengdó og allir hinir og bekkurinn. Upptaka: https://vimeo.com/696164347
|