Go home! : eftirlit og einangrun í húsnæðisúrræði Útlendingastofnunnar

Árið 2019 sóttu 1123 manns um alþjóðlega vernd á Íslandi og af þeim var 376 veitt hæli. Þau sem koma til landsins til að sækja um hæli og geta ekki fundið sér húsnæði á meðan unnið er úr umsókn þeirra eiga rétt á því að fá mat og húsnæði frá Útlendingastofnun. Flest nýta sér búsetuúrræði Útlendingas...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snorri Freyr Vignisson 2000-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42171
Description
Summary:Árið 2019 sóttu 1123 manns um alþjóðlega vernd á Íslandi og af þeim var 376 veitt hæli. Þau sem koma til landsins til að sækja um hæli og geta ekki fundið sér húsnæði á meðan unnið er úr umsókn þeirra eiga rétt á því að fá mat og húsnæði frá Útlendingastofnun. Flest nýta sér búsetuúrræði Útlendingastofnunnar og því búa í húsnæði á þeirra vegum. Til að bregðast við auknum straumi hælisleitenda hér á landi hefur Útlendingastofnun í samstarfi við Reykjanesbæ tekið á leigu gistiheimili á Ásbrú og hýsa þar að jafnaði sjötíu til níutíu hælisleitendur. Húsnæðisúrræðið er einungis hugsað sem tímabundin lausn meðan unnið er úr umsókn viðkomandi en vegna þess hve langur umsóknartíminn getur verið tekur þessi tímabundna dvöl á sig einkenni varanlegs ástands. Íbúar búa aðskildir frá restinni af Reykjanesbæ, við jaðar Ásbrúar og flugvallarins í Keflavík við mikla einangrun sem felur í sér þjónustuleysi og skort á innviðum þar sem fátt er um verslanir, þjónustu og samgöngur í nágrenninu. Hælisleitendur sem búa í húsnæðisúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú hafa margoft mótmælt við Alþingi, Dómsmálaráðuneytið og á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á slæmum aðstæðum sínum. Íbúar húsnæðisúrræðisins á Ásbrú búa þar að auki við strangt eftirlit á meðan unnið er úr umsókn þeirra þar sem rýmið er nýtt til eftirlits og upplýsingasöfnunnar um íbúa. Í ritgerðinni er húsnæði Útlendingastofnunnar á Ásbrú og nágrenni skoðað nánar og rými byggingarinnar greint út frá kenningum Michel Foucault og Keller Easterling um vald og valdbeitingaraðferðir.