Rúmfræði náttúrunnar : verkefnahefti fyrir rúmfræðikennslu utandyra á miðstigi í grunnskóla

Ritgerðin er lokuð til 31.12.2142 Eftirfarandi greinargerð og meðfylgjandi verkefnahefti er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennarafræðum á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Í greinargerðinni er fjallað um hvernig kenna megi stærðfræði, með áherslu á rúmfræði, í útikennslu fyrir nemendur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gísli Ragnarsson 1999-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41898
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 31.12.2142 Eftirfarandi greinargerð og meðfylgjandi verkefnahefti er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennarafræðum á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Í greinargerðinni er fjallað um hvernig kenna megi stærðfræði, með áherslu á rúmfræði, í útikennslu fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla. Einnig er í greinargerðinni farið yfir uppsetningu verkefnaheftisins og notkun þess. Verkefnið byggist á rannsóknum, hugmyndum og kenningum fræðimanna um stærðfræðinám og um samþættingu stærðfræði og útikennslu. Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á kosti þess að kenna stærðfræði utandyra, sem leið til að auka fjölbreytni í kennslu og uppfylla hæfniviðmið aðalnámskrár er varða rúmfræði. Í verkefnaheftinu sem fylgir með greinargerðinni eru 8 verkefni þar sem nærumhverfi skólans er nýtt sem kennslurými og efniviður fyrir rúmfræðikennslu. The following essay and corresponding project booklet are the final assignment for a B.Ed. degree in elementary teaching at the Faculty of Education at the University of Akureyri. The essay discusses mathematics for middle grade level students, taught outdoor and with an emphasis on geometry. The essay also discusses the implementation and usage of the project booklet. The assignment is based on scholars' research, ideas, and theories on mathematics education and the integration of outdoor teaching in mathematics. The assignment aims to shed light on the benefits of teaching mathematics outside, as a way to diversify mathematics teaching and to meet the learning outcomes for geometry assigned by the Icelandic National Curriculum. The project booklet that accompanies the report contains a collection of 8 assignments where the school's local environment is used as a teaching space and resource for teaching geometry.