Aukin þörf fyrir talkennslu leikskólabarna : hvaða ástæður liggja að baki?

Málþroski barna getur haft mikil áhrif á félagslega færni barna og því mikilvægt að grípa inn í eins fljótt og auðið er ef vart verður við frávik í málþroska. Á síðustu tíu árum hefur myndast löng bið eftir þjónustu talmeinafræðinga sem bendir til þess að aukning hefur verið í frávikum málþroska. Ra...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Arna Lind Viðarsdóttir 1990-, Sigríður Guðmundsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41869
Description
Summary:Málþroski barna getur haft mikil áhrif á félagslega færni barna og því mikilvægt að grípa inn í eins fljótt og auðið er ef vart verður við frávik í málþroska. Á síðustu tíu árum hefur myndast löng bið eftir þjónustu talmeinafræðinga sem bendir til þess að aukning hefur verið í frávikum málþroska. Rannsókn þessi miðar að því að kanna hverjar eru mögulegar ástæður fyrir þessari aukningu á málþroskaröskunum hjá leikskólabörnum að mati sérkennslustjóra innan leikskóla Akureyrarbæjar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl voru tekin við fjóra sérkennslustjóra sem starfa á fjórum mismunandi leikskólun innan Akureyrarbæjar. Gögnum var safnað árið 2022 þar sem lagðar voru fram fimm spurningar sem allar tengdust talkennslu og svör sérkennslustjóranna borin saman. Niðurstöður benda til þess að mikil aukning sé á að leikskólabörn þurfi aðstoð talmeinafræðings miðað við á árum áður og voru allir þáttakendur sammála um að þessa aukningu má rekja meira og minna til aukinnar skjánotkunar barna innan heimila. Einnig benda niðurstöður til að þörf sé fyrir heildstæðara yfirlit yfir málþroskaraskanir barna og að nauðsynlegt sé að gera fleiri rannsóknir á tengslum skjánotkunar og málþroskaraskana hjá leikskólabörnum. Children's language development can have a major impact on children's social skills. Thus, it is important to intervene as soon as possible if abnormalities in language development are noticed. Over the past 10 years, there has been a longer wait for the services of speech pathologists, which indicates increased deviations in language development. This study aims to investigate what are the possible reasons for this increase in language development disorders in preschool children, in the opinion of the special educator’s director within the preschool in Akureyri. A qualitative research method was used where interviews were conducted with four special education directors who work at four different kindergartens Akureyri. The Data was collected in 2022 where five questions were asked, all of which ...