Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands til starfa í hópslysum og náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun

Ritgerðin er lokuð til 03.06.2024 Bakgrunnur Það er áskorun að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu þegar þjónustusvæðið er stórt og dreifbýlt. Bráðatilfelli eru oftast fá og því mikilvægt að starfsfólk fái þjálfun og fræðslu reglulega svo hæfni og færni sé viðhaldið. Sýnt hefur verið að fræðsluform þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karólína Andrésdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41864
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 03.06.2024 Bakgrunnur Það er áskorun að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu þegar þjónustusvæðið er stórt og dreifbýlt. Bráðatilfelli eru oftast fá og því mikilvægt að starfsfólk fái þjálfun og fræðslu reglulega svo hæfni og færni sé viðhaldið. Sýnt hefur verið að fræðsluform þarf að vera fjölbreytt til að skila árangri og að teymisvinna sé mikilvæg. Íslensk rannsókn sýndi að læknar og hjúkrunarfræðingar hafa litla reynslu af störfum í hópslysum og að hópslysaæfingar eru fátíðar. Einnig hefur komið fram að hjúkrunarfræðingar telja sig hafa litla sem enga þekkingu á viðbragðsáætlun þess sjúkrahúss sem þeir starfa við og margir meta hæfni sína til starfa í stórslysum og náttúruhamförum ekki viðunandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) til starfa í hópslysum eða náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðferð Megindleg þversniðsrannsókn, spurningalisti sem hafði verið notaður á Sjúkrahúsinu á Akureyri var staðfærður að starfsaðstæðum HSA og innihélt 42 spurningar. Spurninglistinn var lagður rafrænt fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða heilsugæsla HSA og sjúkrahússins í Neskaupstað (N =104). Gögnum var safnað í nóvember 2021. Niðurstöður Svarhlutfallið var 63,5% (n =66). Helstu niðurstöður voru að 56,9% höfðu aldrei skoðað viðbragðsáætlunina og 38,7 % þátttakenda þekktu starfshlutverk sitt innan viðbragðsáætlunar illa. Rúmlega 58% höfðu aldrei tekið þátt í hópslysaæfingu innan HSA þar sem viðbragðsáætlunin var virkjuð og 43,3% höfðu aldrei fengið kennslu í hamfaraviðbúnaði. Tíu % þekktu búnað greiningarsveitarinnar vel og 15% þekktu Almannavarnarkerfið vel. En 53,3% sögðust vera með góða hæfni til þess að takast á við hópslys. Meirihluti þátttakenda var sammála um mikilvægi kennslu og þjálfunar í hamfaraviðbúnaði og að þeir fengju ekki nægileg tækifæri til þjálfunar. Meiri hluti þátttakenda var einnig sammála um mikilvægi teymisvinnu í viðbragði við hópslysum og hamförum. Ályktanir Samkvæmt ...