Summary: | Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mark sitt á alheimssamfélagið frá því í byrjun árs 2020. Ísland hefur ekki farið varhluta af hinum ýmsu áskorunum sem orsakast hafa í tengslum við faraldurinn. Tilgangur rannsóknarinnar sem kynntur er í þessari ritgerð var að kortleggja upplifun og skoðanir ungs fólks, skoða fjölmiðlanotkun þeirra og hvar ungt fólk aflaði sér upplýsinga um faraldurinn. Til að kanna upplifun og skoðanir fólks eru eigindlegar rannsóknaraðferðir góð leið til að draga þær fram. Í þessari rannsókn voru tekin viðtöl í rýnihópum til að skoða áhrif faraldursins út frá sjónarhóli viðmælenda. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á það hvaðan ungt fólk fær upplýsingar um faraldurinn, hvernig fjölmiðlar litu fram hjá mikilvægum málefnum þegar athyglin var öll á þróun faraldursins, t.d. um geðheilbrigði og í ljós kom að ungu fólki er annt um að geðheilbrigðismál fái þá athygli í fjölmiðlum sem þau telja þörf vera á. Viðmælendur rannsóknarinnar báru almennt traust til stjórnvalda og sáu ekki ástæðu til að framfylgja ekki ráðleggingum sérfræðinga. Sama var uppi á teningnum þegar viðmælendur voru spurðir hvernig þeim fannst fjölmiðlar hafa staðið sig í faraldrinum en voru þó sammála um að fjölmiðlar hafi gefið faraldrinum of mikið pláss í umfjöllun sinni og fannst þeim fjölmiðlar hafa misst taktinn þegar leið á faraldurinn. Rannsókn af þessu tagi er mikilvæg til að varpa ljósi á skoðanir og upplifun ungs fólks í kórónuveirufaraldrinum út frá sjónarhóli þeirra og reynslu og kortleggja viðhorf þeirra til fjölmiðla. The COVID-19 pandemic has left its mark on the global community since the beginning of 2020. Iceland has not been spared the various challenges that have arisen in connection with the epidemic. The purpose of the study presented in this dissertation was to map the experiences and opinions of young people, to examine their media use and where young people obtained information about the epidemic. To examine the experiences and the opinions of young people, qualitative research methods are a good ...
|