Nenni ég ekki að fella mig fyrir neinum kóngi nú ríkjandi: Birtingarmynd femínisma í íslensku meykóngasögunum

Íslenskar bókmenntir hafa lengi verið taldar einstakar að mörgu leiti og eru Íslendingasögurnar margrómaðar um allan heim. Í þessari ritgerð verður gert grein fyrir tilkomu hinna svo kölluðu hirðsagna (e. courtly literature) og þýðinga á þeim yfir á norræna tungu. Fjallað verður um komu þeirra til Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þóra Sif Guðmundsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40877
Description
Summary:Íslenskar bókmenntir hafa lengi verið taldar einstakar að mörgu leiti og eru Íslendingasögurnar margrómaðar um allan heim. Í þessari ritgerð verður gert grein fyrir tilkomu hinna svo kölluðu hirðsagna (e. courtly literature) og þýðinga á þeim yfir á norræna tungu. Fjallað verður um komu þeirra til Íslands og hvernig út frá þeim komu hinar íslensku riddarasögur. Riddarasögurnar virtust hafa notið nokkurra vinsælda og hafa nánast öll handrit sem eftir standa í heiminum varðveist á Íslandi. Vegna mikilla vinsælda þeirra fóru íslenskir höfundar eðlilega að spreyta sig sjálfir á því að semja sögur í sama stíl og tókst nokkuð vel til. Þar blönduðu þeir íslenskum sagnaminnum saman við hin hefðbundnu hirðsagnaminni þannig að úr varð nokkuð stæðilegt safn frumsamdra riddarasagna. Þar litu meykóngasögurnar svo dagsins ljós, en þær segja frá valdhafandi konu sem neitar að giftast þar sem hún vill ekki missa völd sín. Meykóngaminnið má finna í íslenskum fornaldarsögum og hefur verið staðfest að þetta sé sér íslenskt minni sem gefur sögunum því töluverða sérstöðu. Hér verður jafn fram leitast eftir að greina birtingarmynd femínisma í sögunum og svara rannsóknarspurningunni hvort að sögurnar megi, á einhvern hátt, flokka sem feminískar bókmenntir. Icelandic literature has long been considered unique in many ways and the Icelandic sagas have been renowned all over the world. This dissertation will describe the origins of the so-called courtly literature (ísl. hirðsögur) and their translations into the Old Nordic language, their arrival to Iceland and how the Icelandic riddarasögur (translates to knight stories) propogated from them. The riddarasögur seemed to have gained some popularity and almost all the remaining manuscripts in the world can be found in Iceland. Due to their great popularity, Icelandic authors naturally began to have a go themselves at composing in the same style and did so with great success. The authors used the traditional motifs and themes of the courtly literature but mixed in some native Icelandic ...