"Ég fattaði ekki styrkinn í því að biðja um hjálp": Upplifun og reynsla einstaklinga af starfsendurhæfingu á Akureyri í kjölfar kulnunar og væntingar þeirra til framtíðar

Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og reynslu einstaklinga af starfsendurhæfingu á Akureyri í kjölfar kulnunar, ásamt því að fá innsýn í hverjar væntingar einstaklinganna eru til framtíðar náms- og starfsferils. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Sif Guðmundsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40847
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða upplifun og reynslu einstaklinga af starfsendurhæfingu á Akureyri í kjölfar kulnunar, ásamt því að fá innsýn í hverjar væntingar einstaklinganna eru til framtíðar náms- og starfsferils. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem höfðu lokið við starfsendurhæfingu eða voru langt komin í sínu starfsendurhæfingarferli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á hina ýmsu þætti í umhverfi skjólstæðinga starfsendurhæfingastöðva á Akureyri sem hafa áhrif á kulnunarferli þeirra. Meðal annars mikið og langvarandi álag, áföll, samskiptaerfiðleikar við yfirmenn, áföll tengd barneignum og andleg veikindi. Þessir þættir eiga það flestir sameiginlegt að hægt hefði verið að vinna á þeim með fyrirbyggjandi aðgerðum og mögulega koma í veg fyrir kulnun, þótt ekki sé tilefni til staðhæfinga í þeim málum. Hagnýtur ávinningur niðurstaðna rannsóknarinnar geta nýst til að skjólstæðingar gætu þekkt varúðarmerkin í framtíðinni ef svipaðar aðstæður birtast hjá þeim. Niðurstöðurnar benda til og gefa í raun skýra mynd af því að ekki allir vita af þessu úrræði sem starfsendurhæfing er og enda þeir einstaklingar oft í því að harka af sér áfram í vinnu eða eyða miklum tíma á atvinnuleysisbótum sem mætti þá frekar nota í starfsendurhæfingu. Þannig gætu þessar niðurstöður gagnast náms- og starfsráðgjöfum á þann hátt að veita meiri fræðslu um þetta úrræði fyrir þá sem eru á þessum stað í lífinu. Að auki sýndu niðurstöður fram á að ekki voru allir á eitt sáttir við áhrif Covid-19 á starfsendurhæfingarferlið, þar sem einstaklingar misstu niður tíma í starfsendurhæfingu þar sem starfsendurhæfingarferli þeirra var stytt. Covid-19 hafði víðtæk áhrif að mati viðmælenda og ekki síst þegar kom að raski á daglegri rútínu því það reyndist viðmælendum erfitt að missa taktinn í daglegu lífi. Ennfremur jókst félagsleg einangrun viðmælenda á tímum Covid-19 en fyrir var sá tími krefjandi vegna veikinda og kulnunar og einangrun á þeim tíma gerði aðstæður þeirra talsvert ...