Samfélagsábyrgð í augum fjárfesta: Hversu mikils virði er samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja í augum fjárfesta?

Ritgerð þessi er lögð fram til BS-prófs í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin fjallar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja og þann fjárhagslega ávinning sem fyrirtæki öðlast við að gefa málefninu vægi í sínum rekstri. Þá verður fjallað um mælikvarða sem byggja á umhverfislegum og f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hilmar Orri Jóhannsson 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40831
Description
Summary:Ritgerð þessi er lögð fram til BS-prófs í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin fjallar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja og þann fjárhagslega ávinning sem fyrirtæki öðlast við að gefa málefninu vægi í sínum rekstri. Þá verður fjallað um mælikvarða sem byggja á umhverfislegum og félagslegum þáttum fyrirtækja, auk stjórnarhátta (hér eftir UFS), sem formlega eru til skoðunar þegar ákvarðanir um nýjar fjárfestingar eru teknar fyrir innan lífeyrissjóða Íslands. Í rannsókninni var reynt að skyggnast í hversu mikilvægt málefnið er í augum fjárfesta. Fimm íslenskir lífeyrissjóðir tóku þátt í rannsókninni sem áttu allir það sameiginlegt að hafa myndað sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Tekin voru djúpviðtöl við fjóra stjórnendur og fjárfesta innan þeirra fimm lífeyrissjóða sem tóku þátt í rannsókninni. Fjögur meginþemu komu fram við greiningu á viðtölunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að öllum viðmælendum innan lífeyrissjóðanna fannst hugtakið „ábyrg fjárfesting“ vera byggt á huglægu mati. Erfitt væri að skilgreina hvenær fyrirtæki teldist fullkomlega ábyrgt fyrirtæki og hvenær ekki. Ljóst er að málefnið er mikilvægt í starfsemi lífeyrissjóðanna þar sem allar nýjar fjárfestingar eru skoðaðar með tilliti til UFS þátta fyrirtækjanna. Tveir af fimm lífeyrissjóðanna voru með útilokunarlista, það er útiloka að fjárfesta í ákveðnum fyrirtækjum út frá eðli starfseminnar eða ef fyrirtæki eru sek um brot á alþjóðasáttmálum. Viðmælendur voru almennt sammála um að hægt væri að fjárfesta í flestum fyrirtækjum með því skilyrði að stjórnendur fyrirtækjanna sýna vilja til að gera betur á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar, komi UFS þættir ekki vel út. Markmiðið sé ávallt að meta þróun og að hún sé jákvæð á milli ára. Lykilorð: Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, ábyrgar fjárfestingar, lífeyrissjóðir Íslands, UFS This thesis is submitted towards a BSc. degree in Business Administration at the University of Iceland. The research focuses on corporate social responsibility and sustainability and the financial ...