Afglæpavæðing neysluskammta : viðhorf lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta

Breytingar á lögum nr 65/1974 um ávana- og fíkniefni hafa verið mikið í umræðunni á síðustu misserum. Nýtt frumvarp hefur verið lagt fram um afglæpavæðingu neysluskammta, sem merkir að varsla fíkniefna til eigin nota verði ekki lengur refsiverð. Sú stefna sem gildir á Íslandi er refsiste...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Selma Dögg Björgvinsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40486
Description
Summary:Breytingar á lögum nr 65/1974 um ávana- og fíkniefni hafa verið mikið í umræðunni á síðustu misserum. Nýtt frumvarp hefur verið lagt fram um afglæpavæðingu neysluskammta, sem merkir að varsla fíkniefna til eigin nota verði ekki lengur refsiverð. Sú stefna sem gildir á Íslandi er refsistefna og samkvæmt viðhorfskönnunum sem hafa verið gerðar á afstöðu um afglæpavæðingu neysluskammta leiddi í ljós að Íslendingar telja fíkniefnabrot vera alvarlegustu brotin og ekki sé tímabært að afglæpavæða neysluskammta. Þrátt fyrir þann hóp sem telur núverandi stefnu vera að skila árangri og vill ekki sjá breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni er fjöldinn allur af fólki sem hlynntur er breytingum á vímuefnastefnunni og talar með afglæpavæðingu neysluskammta. Margir vilja því sjá mildari refsingu fyrir vörslu neysluskammts af fíkniefnum en sumir vilja fylgja núverandi hamlandi stefnu í þeirri trú um að hún beri meiri árangur. Í ritgerðinni verður vímuefnastefna íslenskra stjórnvalda reifuð, upphaf, aðdraganda og breytingar hennar. Í ritgerðinni er fjallað um nýja frumvarpið um afglæpavæðingu neysluskammta sem var nýverið lagt fram, refsistefnuna, vímuefnastefnu á alþjóðlegum grundvelli, skaðaminnkun, reynslu annara landa af breytingu á vímuefnastefnu og síðast en ekki síst viðhorfi lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta. Gerð var könnun á viðhorfi lögreglumanna til afglæpavæðingar neysluskammta og leiddi könnunin í ljós að um 29% svarenda er frekar eða mjög sammála að afglæpavæða ætti neysluskammta til eigin nota en mun fleiri eru á móti því eða 59% svarenda. 11% eru hlutlausir. Lykilhugtök: Afglæpavæðing, neysluskammtur, skaðaminnkun The introduced changes to the laws number 65/1974 on addictive and narcotic drugs have been much discussed lately. The introduced changes involve decriminalization of consumption dosages which means that possession of drugs for personal use will no longer be a criminal offense. Iceland has until this day followed the ...