Þroskunarstig og innri vefjabygging heila nokkurra afbrigða bleikju (Salvelinus alpinus)

Bleikjan (Salvelinus alpinus) er þekkt fyrir að sýna mikinn breytileika í stærð, atferli, innri og ytri líkamsbyggingu, mataræði, búsvæði og lífsskeiði. Markmið verkefnisins voru: Að setja upp aðferðir til greiningar á innri byggingu bleikjufóstra og heila; meta breytileika í þroskahraða fóstra af ó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný Ýr Sigfúsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40477
Description
Summary:Bleikjan (Salvelinus alpinus) er þekkt fyrir að sýna mikinn breytileika í stærð, atferli, innri og ytri líkamsbyggingu, mataræði, búsvæði og lífsskeiði. Markmið verkefnisins voru: Að setja upp aðferðir til greiningar á innri byggingu bleikjufóstra og heila; meta breytileika í þroskahraða fóstra af ólíkum afbrigðum og áreiðanleika s.k. tau-somite útreikninga sem mælikvarða á þroskastig; og loks greina breytileika í innri vefjabyggingu heila þriggja bleikjuafbrigða við aðlögun að ólíku fæðunámi. Tvö þroskastig fjögurra bleikjuafbrigða úr Þingvallavatni voru skoðuð. Fóstur voru lituð með hematoxylin og eosin eða með DAPI. Litanir tókust ekki en teknar voru myndir af fóstrum, líkamshlutar mældir og bornir saman. Minni háttar breytileiki greindist milli sýna úr ólíkum afbrigðum af sama reiknaða þroskastiginu en nákvæmari greining einstakra fósturhluta og aukinn sýnafjöldi eru nauðsynleg til að álykta um breytileika í þroskahraða afbrigða. Ekki var unnt að draga endanlegar ályktanir um áreiðanleika tau-somite útreiknings skv. jöfnu Gorodilov en þó virðist hann nokkuð áreiðanlegur milli sýna af sama reiknaða þroskastigi sem tekin voru á ólíkum tíma. Heilar úr ungviði kuðungableikju, murtu og sjóbleikju sem ýmist var alið á botnlægri eða sviflægri fæðu voru festir í paraffín eða agarósa og skornir með microtome eða vibratome skurðarvélum. Heilasneiðar voru litaðar með hematoxylin og eosin, toluidine blue, DAPI og ónæmisflúorljómandi lit. Besta útkoma fékkst með milliþykkum vibratome sneiðum lituðum með toluidine blue og DAPI. Teknar voru myndir af sneiðunum og ýmis frumulög mæld í hvelaheila, miðheila og litla heila. Afbrigðin þrjú sýndu öll einhverjar vefjabreytingar í þessum hlutum miðtaugakerfisins, þó mismiklar eftir afbrigðum og svæðum. Munur vefjabyggingu allra afbrigðanna þriggja eftir fæðu og aðlögun virðist því hafa orðið á innri vefjabyggingu samhliða aðlögun að umhverfinu. Frekari rannsókna er þörf til að greina áhrif á ólíka hluta taugakerfisins og tengingar milli fruma og heilasvæða. The arctic char ...