Summary: | Bakgrunnur: Brjóstakrabbamein er algengasti illkynja æxlisvöxtur meðal kvenna á Íslandi, líkt og hjá öðrum vestrænum löndum. Skipuleg hópleit að brjóstakrabbameini hófst hér á landi árið 1987. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur séð um leitina frá upphafi og er öllum konum á aldrinum 40-69 ára boðið að koma í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Telst þetta vera annars stigs forvörn sem beinist fyrst og fremst að því að greina sjúkdóminn meðan hann er á forstigi, staðbundinn og viðráðanlegur. Rannsóknir benda til að dánartíðni kvenna sem mæta í skipulaga hópleit sé allt að 35% lægri en hjá þeim sem ekki mæta. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að skipulögð hópleit að brjóstakrabbameini er mjög kostnaðarhagkvæm forvarnaríhlutun. Aðferðarfræði: Við mat á kostnaðarhagkvæmni skipulagðrar hópleitar hér á landi er kostnaðarvirknihlutfallið ICER á hvert viðbótar lífár notað. Stuðst er við þátttökutölur úr skrám Krabbameinsfélags Íslands frá árunum 2006-2007. Við kostnaðargreininguna eru skoðaðar íslenskar kostnaðartölur sem fengnar voru frá Krabbameinsfélagi Íslands og DRG verðskrá LSH. Allar kostnaðartölur eru frá árinu 2008 og notast er við 5% afvöxtunarstuðul. Næmisgreining er gerð á eftirfarandi þáttum: kostnaðartölum, lækkun á dánartíðni, boðunaraldri, afvöxtunarstuðlum, framleiðslutapi, lýtaaðgerð, krabbameinslyfjameðferð og væntri fimm ára lifun. Niðurstöður: Heildarkostnaður samfélagsins vegna skipulagðrar hópleitar að brjóstakrabbameini hjá konum á aldrinum 40-69 ára, er 713.181.935 kr. Heildarkostnaður samfélagsins ef engin skipulögð hópleit væri til staðar er 313.743.689 kr. Kostnaðarhagkvæmni skipulagðrar hópleitar að brjóstakrabbameini reiknast sem kostnaðarvirknihlutfallið ICER og er 60.156.362 kr. á hvert bjargað mannslíf og 4.394.260 kr. á hvert viðbótar lífár. Á árunum 2006-2007 er skipulagða hópleitin er að bjarga 6,64 mannslífum og 90,9 viðbótar lífárum. Niðurstaðan er sú að skipulagða hópleitin að brjóstakrabbameini virðist kostnaðarhagkvæm samanborið við erlendar rannsóknir og þau ...
|