Leikur að núvitund: Um gagnsemi núvitundarspila í leik og starfi leikskólabarna

Í þessu verkefni er fjallað um núvitund, núvitundarþjálfun og kosti slíkrar þjálfunar í leik og þroska leikskólabarna. Útgangspunkturinn er námsefni sem höfundur hannaði og prufukeyrði á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2021. Umfjöllunin í ritgerðinni er skoðuð út frá hugmyndafræði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elsa María Blöndal 1982-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40409
Description
Summary:Í þessu verkefni er fjallað um núvitund, núvitundarþjálfun og kosti slíkrar þjálfunar í leik og þroska leikskólabarna. Útgangspunkturinn er námsefni sem höfundur hannaði og prufukeyrði á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2021. Umfjöllunin í ritgerðinni er skoðuð út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og velferðarkennslu með kenningar Martin Seligman, Mihaly Csikszentmihalyi og Carol Dweck í forgrunni. Í þeim kenningum er rauði þráðurinn sá að draga fram styrkleika hvers einstaklings og efla þá. Einnig er hugtakið flæði skoðað en núvitundarþjálfun og flæði eru í augum höfundar nátengd fyrirbæri. Uppruna og framgangi núvitundar á vesturhveli jarðar eru gerð skil með skilgreingum Jon Kabat-Zinn á fyrirbærinu núvitund í forgrunni. Ýmsum gerðum núvitundaræfinga er teflt fram og rannsóknir á áhrifum þeirra á börn og fullorðna skoðuð. Rýndi höfundur í gagnsemi þess að nýta núvitundarþjálfun markvisst í leikskólum. Gerði höfundur vettvangsathugun með starfskenningu að leiðarljósi þar sem námsefnið var prófað á vettvangi og eru niðurstöður tíundaðar í verkefninu. Var þetta gert í þeim tilgangi að: a) athuga hvort rými væri fyrir börn til að stunda núvitundarþjálfun á leikskólum og b) skapa þetta rými fyrir börnin til að leggja stund á núvitundarþjálfun og eiga samastað í. Í ljós kom að mikil þörf er á að skapa rými og tíma fyrir leikskólabörn til að þjálfa þau í núvitund og að núvitundarþjálfun megi byrja strax á fyrstu stigum leikskóla. This final thesis explores mindfulness, mindfulness training and the benefits of its use in the development of preschool children. The focal point is curriculum material designed by the author and tested in two different preschools in Reykjavík capital area in February 2021. The discussion in the thesis is then examined from the perspective of the ideology of positive psychology and positive education with the theories of Martin Seligman, Mihaly Czikszentmihalyi and Carol Dweck in the foreground. The most prominent theme in the theories of both positive psychology and ...