Parent-child sex communication in Iceland

Helsta markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun íslenskra foreldra af tíðni og gæði þeirrar kynfræðslu sem þeir veittu börnunum sínum, með áherslu á kynjamun. Ásamt því voru viðhorf foreldra til kynlífstengdra atriða skoðuð, hvort tengsl væru á milli jákvæðara viðhorfs og tíðni kynfræðslu. Úrta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Brá Önnudóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Sex
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40217
Description
Summary:Helsta markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun íslenskra foreldra af tíðni og gæði þeirrar kynfræðslu sem þeir veittu börnunum sínum, með áherslu á kynjamun. Ásamt því voru viðhorf foreldra til kynlífstengdra atriða skoðuð, hvort tengsl væru á milli jákvæðara viðhorfs og tíðni kynfræðslu. Úrtakið samanstóð af 101 foreldri barns á aldrinum 13-18 ára. Þar af voru 84 konur (83.2%), 16 karlar (15.8%) og eitt óuppgefið (1%). Svörin náðu til samskipta við 49 stúlkur (48,5%), 50 stráka (49,5) og tvö stálp (2.0%). 78-atriða spurningalista, sem byggður var á tveimur sjálfsmatskvörðum sem mældu annars vegar tíðni og gæði og hinsvegar viðhorf til kynlífstengdra atriða, var dreift á samfélagsmiðlum og til foreldrafélaga í grunn- og framhaldsskólum. Megin niðurstöður bentu til þess að: tíðni kynfræðslu foreldra væri almennt lág, jákvæðir þættir kynlífs væru sjaldnast ræddir, mæður ræddu oftar kynlífstengd mál við börnin en feður og ekki væri munur á tíðni kynfræðslu eftir kyni barns. Ekki fannst munur á tíðni kynfræðslu milli þess hóps foreldra sem talinn var með neikvæðari viðhorf til kynlífstengdra atriða og þess með jákvæðari viðhorf. Opin samskipti voru tengd við aukna tíðni kynfræðslu og jákvætt samband fannst milli þess hve opinská börn voru við foreldra sína um kynlíf og tíðni samskipta. Lykilorð: Kynfræðsla, foreldrar, börn, samræður, kynlíf, viðhorf The aim of the study was to examine parents’ perception of quality and frequency of their sex-communication with their children, with emphasis on gender difference. As well as measure parents sex positivity and if there was a difference in frequency of sex-communication between parents with high and low sex positivity. The sample consisted of 101 parents of 13–18-year-old children, thereof 84 were women (83.2%), 16 men (15.8%) and one (1.0%) did not specify their gender. The answers were based on communication with 49 girls (48.5%), 50 boys (49.5%) and 2 non-binary child (2.0%). A 78-item questionnaire, based on two self-reporting scales that measured frequency, ...