Summary: | Málefni þungaðra kvenna sem nota áfengi og/eða vímuefni á meðgöngu hefur ekki mikið verið rannsakað hér á landi en telja má að mikilvægt sé að skoða þessi mál og þau áhrif sem neysla á áfengi og /eða vímuefnum getur haft á ófædd börn þessara kvenna. Sé mál á borði barnaverndar á meðan börnin eru ófædd má leiða líkur að því að barnavernd þurfi að hafa afskipti af þessum börnum og foreldrum þeirra eftir að börnin eru fædd. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu kvenna sem nota áfengi og/eða vímuefni á meðgöngu, skoða hvaða stuðningsúrræði eru til staðar, hversu oft var krafist sviptingar á sjálfræði og hvort þessar konur hafi haldið forsjá barns við fæðingu á árunum 2015-2020. Niðurstöðurnar leiða í ljós að aukning hefur orðið á fjölda mála hjá Barnavernd Reykjavíkur er varða þungaðar konur í neyslu á áfengi og/eða vímuefnum á síðustu árum, en í þessari rannsókn voru málin 48 talsins. Ekki eru sértæk úrræði fyrir þessar konur, heldur fara þær í meðferð með öðrum sem glíma við áfengis- og/eða vímuefnafíkn og í áhættumæðravernd með öðrum þunguðum konum, sem heilsu sinnar vegna þurfa að vera undir auknu eftirliti á meðgöngu. Reynt er að fá konurnar til samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur um að fara í afeitrun á Geðdeild Landspítala eða á Vogi og sækja meðferð við fíkn sinni. Í 28 málum var talin þörf fyrir að gerð yrði meðferðaráætlun, þar sem meðal annars kom fram að konurnar ættu að halda sig frá áfengi og vímuefnum, fara í vímuefnapróf ef þörf væri talin af fagfólki og taka á móti óboðuðu eftirliti á heimili sín. Átta sinnum var þörf talin á að leggja fram kröfu um sviptingu á sjálfræði og tvö mál fóru fyrir dóm, þar sem í öðru þeirra var veitt heimild, en í hinu var kröfunni hafnað. Sjö konur misstu eða afsöluðu sér forsjá við fæðingu barns á árunum 2015-2020. Lykilorð: Neysla á meðgöngu, vímuefni, úrræði, forsjá, sjálfræði, barnavernd. The issues of pregnant women who use alcohol and / or drugs during pregnancy have not been extensively studied in Iceland, but it can be considered important to ...
|