Aðgengileg ferðaþjónusta. Hjólastólaaðgengi í þjóðgörðum Snæfellsjökuls og Þingvalla

Mikilvægi þess að tryggja aðgengi fyrir fatlaða verður alltaf meira með ári hverju. Það er áhugavert að skoða hversu mikið aðgengi og réttindi hafa breyst á aðeins nokkrum áratugum til hins betra. Aðgengileg ferðaþjónusta getur veitt þeim sem fatlaðir eru tækifæri á að ferðast jafnt við aðra. Vettva...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þóra Björk Ingimundardóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39951
Description
Summary:Mikilvægi þess að tryggja aðgengi fyrir fatlaða verður alltaf meira með ári hverju. Það er áhugavert að skoða hversu mikið aðgengi og réttindi hafa breyst á aðeins nokkrum áratugum til hins betra. Aðgengileg ferðaþjónusta getur veitt þeim sem fatlaðir eru tækifæri á að ferðast jafnt við aðra. Vettvangsathuganir fyrir aðgengismál hreyfihamlaða eru því mikilvægur hluti af því að tryggja gott aðgengi og standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. Þó er eitt sem á það til með að gleymast í þessum úttektum og það er rödd þeirra sem fatlaðir eru. Rannsókn þessi mun rýna í aðgengismál í tveimur þjóðgörðum á Íslandi, út frá sjónarhorni einstaklings sem hefur verið í hjólastól frá barnsaldri. Upplifun hans í þessum vettvangsferðum verður rauði þráðurinn í verkefninu, enda mikilvægt að fá að sjá aðgengi með hans augum. Niðurstöður sýna fram á góða upplifun á báðum stöðum, þrátt fyrir vegatálma á leiðinni þá eyðilagði það ekki heildarupplifun. Sú vellíðan sem kemur út frá því að komast í tæri við náttúruna gefur einfaldlega meira en það sem lélegt aðgengi getur tekið í burtu. The importance of ensuring accessibility for people with disabilities is increasing every year. It is remarkable to see how much accessibility and human rights have changed for the better in just a few decades. Accessible tourism can give people with disabilities the opportunity to travel as equals with non-disabled people. Fieldwork examining accessibility issues for people with reduced mobility can therefore be an important part of ensuring good accessibility and safeguarding their rights. However, the one thing that tends to be forgotten when it comes to these field tests, is the voice of those with disabilities. This study will examine accessibility issues in two national parks in Iceland, from the perspective of a disabled person who has been in a wheelchair since he was a child. His experience in these field trips will be the common thread in this project, as we will be able to see the accessibility through his eyes. The results show a good ...