Er Reykjavíkurborg félagsmálaþjónusta landsmanna?

Lítið hefur verið um samanburð á þeim þáttum sveitarfélaga sem snúa að samkeppni þeirra á milli. Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá er sú hvort Reykjavíkurborg sé félagsmálaþjónusta landsmanna. Samanburðurinn nær til höfuðborgarsvæðisins og skoðaðir þættir þar sem sveitarfélögin eru í samkeppn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rúnar Einarsson 1971-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39566
Description
Summary:Lítið hefur verið um samanburð á þeim þáttum sveitarfélaga sem snúa að samkeppni þeirra á milli. Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá er sú hvort Reykjavíkurborg sé félagsmálaþjónusta landsmanna. Samanburðurinn nær til höfuðborgarsvæðisins og skoðaðir þættir þar sem sveitarfélögin eru í samkeppnisrekstri hvort við annað um að veita íbúum félagslega þjónustu. Þessi rannsókn er byggð á hvoru tveggja eigindlegri- og megindlegri aðferðafræði. Tekin voru viðtöl við tvo einstaklinga og unnið með tölfræðilegar upplýsingar til að greina hvernig sveitarfélög keppa sín á milli. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar má flokka upp í nokkra þætti sem byggja á huglægu mati höfundar. Sveitarfélögin eiga í víðtæku samstarfi í ákveðnum málaflokkum. Sú reynsla sýnir að þau geta unnið saman og ástæða er til að huga að sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Misræmi er í þeirri félagslegu aðstoð sem þau veita sem skekkir samkeppni og er í mótsögn við ákvæði stjórnarskrár og vilji er til að samræma reglur um aðstoð til að hún sé alls staðar eins. Huga þarf að lýðræðinu og hvernig er hægt að færa ákvarðanatöku meira til almennings til þess að virkja hann til þátttöku. Sveitarfélögum er í lögum veitt heimild til að ákvarða útsvarsprósentu sína sjálf. Þetta fyrirkomulag býður hættunni heim og getur leitt til aukinnar stéttaskiptingar og til verði „skattaskjól“ innanlands því tekjuháir einstaklingar geta haft verulega hagsmuni af því að færa lögheimili sitt þangað sem útsvar er lægst. Lykilorð sem ágætt er að hafa í huga: samkeppni, samvinna, lýðræði, fjárhagsaðstoð og útsvar. There has been little comparison of the aspects of municipalities that does with competition between them. The research question that is based on is whether Reykjavík is the social service for the people of Iceland. The comparison covers the great Reykjavík area and examined aspects where the municipalities are in competitive operation with each other providing residents with social services. The research is based on both qualitative and quantitative ...