Hið íslenska forréttindafélag og upphaf íslenskrar borgarastéttar : nauðungarvinna í tugthúsinu við Arnarhól

Verkefnið er lokað til 30.06.2022. þessari ritgerð er horft til 18. aldar á Íslandi með þá ætlan að skoða fyrsta tugthús landsins og hálfrar aldar sögu þess. Fyrst er rýnt í hugtakið söguskoðun og spurt hvernig segja megi sögu sem margoft hefur verið endursögð og mögulega litast af tíðaranda. Megin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnkell Brynjarsson 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39532
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.06.2022. þessari ritgerð er horft til 18. aldar á Íslandi með þá ætlan að skoða fyrsta tugthús landsins og hálfrar aldar sögu þess. Fyrst er rýnt í hugtakið söguskoðun og spurt hvernig segja megi sögu sem margoft hefur verið endursögð og mögulega litast af tíðaranda. Megin rannsóknarspurningar sem leitað verður svara við eru þessar: Hvers vegna verður til tugthús og hvers konar hús er það? Hverjir þvinga hverja til vinnu í húsinu og fyrir hvaða „sakir“? Í ritgerðinni er farið yfir aðstæður á Íslandi á 18. öld. Miklar náttúruhamfarir, svo sem eldgos og jarðskjálftar, og einnig farsóttir hrjá landsmenn á öndverðri og aftur á ofanverðri öldinni sem valda verulegri fólksfækkun. Hungursneyð markar öldina sem bitnar mest á fátækum og landlausum. Fjárkláði vegna sýktra innfluttra kynbótahrúta á síðari hluta aldar veldur hruni í sauðfjárstofni. Lúterskur rétttrúnaður ríkir fram undir miðja öld, þegar píetisminn kemur til skjalanna og loks upplýsingin undir lok aldar. Með píetisma og upplýsingu hefst almenn lestrarkennsla. Kóngur vill vita hvernig fólki á Íslandi reiðir af og Landsnefndirnar fyrri og síðari safna upplýsingum á 8. og 9. áratugnum. 1734 bannar kóngur aftökur á Íslandi en leggur til að byggt verði tugthús. Sú hugmynd fær ekki byr, en undir 1760 óska sýslumenn eftir því að fá að lífláta þjófa á ný. Kóngur hafnar því en byggingu tugthúss er hrint í framkvæmd. Fyrsta verksmiðja landsins, Innréttingarnar, verður til um svipað leyti. Þá er greint frá refsingum og hvernig það fólk, sem verst er sett á hverjum tíma er í aukinni hættu á að verða fyrir líkamstjóni eða lífláti. Þeir sem hafa vald refsa hinum valdlausu, undirsátum. Neðst settir undirsátar, eignalaust fólk og flakkarar eru í mestri hættu. Embættisvaldhafar og eigendur lands ráða refsingum. Sjálftaka sjálfræðis er glæpavædd og tugthúsvist af þeim sökum kostar fanga oftar en ekki heilsu og líf. The 18th century is the focus of this thesis, its main purpose is to investigate the first penitentiare of Iceland and its history ...