„Þetta eru einu verkfærin sem við höfum“ : áhrif fjölmiðla á málaflokk flóttabarna

Fjölmörgum börnum sem koma til Íslands í leit að alþjóðlegri vernd, er vísað á brott. Fjölmiðlar hafa fjallað þó nokkuð um slík mál á undanförnum árum og getur sú umfjöllun haft umtalsverð áhrif. Í þessari ritgerð var rakin atburðarás í fimm málum hælisleitandi barna á Íslandi, eins og hún kom fyrir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elma Rut Valtýsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38927
Description
Summary:Fjölmörgum börnum sem koma til Íslands í leit að alþjóðlegri vernd, er vísað á brott. Fjölmiðlar hafa fjallað þó nokkuð um slík mál á undanförnum árum og getur sú umfjöllun haft umtalsverð áhrif. Í þessari ritgerð var rakin atburðarás í fimm málum hælisleitandi barna á Íslandi, eins og hún kom fyrir sjónir almennings í fjölmiðlum. Málin eiga það sameiginlegt að eftir baráttu í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla, hlutu öll börnin vernd hér á landi. Til þess að skoða hvort, og þá hvernig málsvarar hælisleitenda geta notað fjölmiðla og samfélagsmiðla í sinni baráttu, voru tekin einstaklingsviðtöl við baráttufólkið Semu Erlu Serdar og Magnús Norðdahl. Þá voru jafnframt tekin einstaklingsviðtöl við fjölmiðlafólkið Frey Rögnvaldsson og Nadine Guðrúnu Yaghi, sem bæði hafa fjallað um þessi mál, í þeim tilgangi að öðlast víðtækari skilning á hlutverki og starfsháttum fjölmiðla í málaflokknum. Niðurstöður leiddu í ljós að hlutverk fjölmiðla væri m.a. að afhjúpa stjórnvöld og veita aðhald þegar þau hafa brugðist. Þá hafa hælisleitendur og málsvarar þeirra að öllu jafna gott aðgengi að fjölmiðlum, svo framarlega sem vissar forsendur séu til staðar. Samfélagsmiðlar gegna jafnframt mikilvægu hlutverki. Saman mynda samfélagsmiðlar og fjölmiðlar eins konar hringrás, sem vinnur að því að koma málum hælisleitenda á framfæri og mynda þrýsting á stjórnvöld. Viðmælendur sögðu að á ákveðnum tímapunkti gæti þrýstingur fjölmiðla og almennings orðið óumflýjanlegur, sem hefur endað með því að stjórnvöld gefa eftir. Það fjölmiðlafólk sem rætt var við árétti þó að fjölmiðlar létu ekki stjórnast, heldur væri umfjöllun ávalt af forsendum fjölmiðilsins. Viðmælendur gátu þó sammælst um það, að fjölmiðlar væru árangursríkasta verkfæri í málaflokk hælisleitandi barna. Many children who come to Iceland for international protection are deported. The media has covered such issues in recent years, and that coverage can have a significant effect. In this thesis, the scenario will be traced in five cases of asylum-seeking children in Iceland, as it ...