Eftirsóknarverð lífvirkni í innyflum íslenskra sæbjúgna (Cucumaria frondosa)

Sæbjúgu hafa lengi verið veidd til matar í Asíu. Síðustu ár hefur sæbjúgnaveiði farið vaxandi hér á landi. Eins og er er ekkert gert við innyfli sæbjúgna og er líkamsveggurinn eini hluti sæbjúgna sem að notaður er, sem er ekki nema um 50% líkamsþyngdar sæbjúgna. Vinsældir sæbjúgna hafa einnig aukist...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birta Þórisdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Tac
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38889
Description
Summary:Sæbjúgu hafa lengi verið veidd til matar í Asíu. Síðustu ár hefur sæbjúgnaveiði farið vaxandi hér á landi. Eins og er er ekkert gert við innyfli sæbjúgna og er líkamsveggurinn eini hluti sæbjúgna sem að notaður er, sem er ekki nema um 50% líkamsþyngdar sæbjúgna. Vinsældir sæbjúgna hafa einnig aukist í heiminum vegna áhugaverðra lífvirka efna og þá sérstaklega til notkunar sem krabbameinslyf. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort að hægt er að draga út og mæla bæði bólguhamlandi virkni og andoxunarvirkni úr þörmum og maga sæbjúgna af tegundinni Cucumaria frondosa sem veiddar voru hér við land. Bólguhamlandi virkni var rannsökuð með prófi sem að mælir hlutfallslega hindrun á eðlissviptingu albúmíns. Það próf var þó ekki framkvæmt á sæbjúgunum þar sem að mæling á eðlissviptingu albúmíns gekk ekki upp. Andoxunarvirkni var rannsökuð með tveimur prófum, þ.e. 2,2-diphenyl-1-picrylhydrazyl (DPPH) aðferð og total antioxidant capacity (TAC) aðferð. Báðar aðferðir sýndu fram á háa andoxunarvirkni í sæbjúgunum og vísbendingar um mun á andoxunarvirkni háð þyngd sæbjúgnanna þar sem að þær þyngstu sýndu í báðum prófum minnstu andoxunarvirkni. Lykilorð: Sæbjúgur, útdráttur, lífvirkni, bólguhamlandi virkni, andoxunarvirkni Sea cucumbers have been fished for many years, primarily in Asia where they are a popular food source. In the last years, fishing of sea cucumber has increased in Iceland. However, currently the intestines are thrown away and only the body wall is used, which accounts for only about 50% of the sea cucumbers weight. More recently, the popularity of sea cucumbers has also increased because of bioactive compounds of interest due to demonstrated health beneficial effects for cancer treatment. The goals of this research was too investigate both anti-inflammatory activity and antioxidant activity in the intestines of sea cucumber fished in Icelandic waters (Cucumaria frondosa). Anti-inflammatory activity was measured using an assay for measuring albumin denaturation. However this test was not used for ...