Dreifikerfi lágvöruverðsverslana – Samspil flutninga og kolefnislosunar

Tilgangur þessa verkefnis var að meta kolefnislosun í dreifikerfi lágvöruverðsverslunarinnar Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Krónan vinnur að því að samræma markmið sín að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Megin markmið verkefnisins var að mæla losun CO2 frá flutningabílum sem flytja vörur Krónunna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jökull Rolfsson 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38563
Description
Summary:Tilgangur þessa verkefnis var að meta kolefnislosun í dreifikerfi lágvöruverðsverslunarinnar Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Krónan vinnur að því að samræma markmið sín að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Megin markmið verkefnisins var að mæla losun CO2 frá flutningabílum sem flytja vörur Krónunnar á milli vöruhúsa og verslana, og áætla aðferðir til að draga úr losuninni. Snið rannsóknarinnar var bæði megindlegt og eigindlegt. Megindlegi hlutinn fólst í greiningu á tölulegum gögnum. Eigindlegi hlutinn var á formi viðtala og vettvangsferða. Krónan úthýsir allri sinni dreifingu á vörum til þriðja aðila. Greining á flutningastarfsemi þriðja aðila var framkvæmd til þess að áætla hversu mismunandi flutningur væri á milli vikudaga. Út frá því var starfsemin á vikudögum sköluð yfir á árstímabil til að fá út heildræna niðurstöðu. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að hægt væri að fella niður hluta flutninga til að draga úr losun CO2. Megintakmörkun rannsóknarinnar var að ekki er gerð grein fyrir öllum ferðum þriðja aðila, þ.e. viðkomu flutningabíla þeirra í öðrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í sömu ferð og vörur voru fluttar til Krónunnar. Að auki var gert ráð fyrir að flutningabílarnir keyrðu tómir til baka í vöruhúsin frá verslunum. Miklvægt er að rannsaka heildrænt dreifikerfi þriðja aðilans, en ekki bara með tilliti til Krónunnar, til að fá úr því skorið með nákvæmari hætti hversu mikil CO2 losunin raunverulega er. The purpose of this thesis was to estimate the carbon emission in Kónan‘s distribution system in the capital area of Iceland. Krónan, a low-cost supermarket, strives to synchronize their objective with the United Nations global objective regarding climate change. The main goal was to measure the CO2 emission from cargo trucks distributing Krónan‘s goods between warehouses and their stores, and provide methods that could reduce the CO2 emission. The design of the study was both quantitative and qualitative. The quantitative part included analysis of numerical data. The qualitative part consisted ...