Algengi kvíða- og þunglyndiseinkenna meðal knattspyrnufólks í efstu deild á Íslandi á tímum Covid-19
Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna á meðal knattspyrnufólks í efstu deild á Íslandi á tímum Covid-19. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður úr rannsókn frá árinu 2016 þar sem könnuð var tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna hjá knattspyrnufólki í efstu de...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2021
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/38495 |
Summary: | Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna á meðal knattspyrnufólks í efstu deild á Íslandi á tímum Covid-19. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður úr rannsókn frá árinu 2016 þar sem könnuð var tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna hjá knattspyrnufólki í efstu deild á Íslandi. Alls tóku 202 leikmenn á aldrinum 18 til 37 ára þátt í rannsókninni. Leyfi fyrir rannsókninni var fengið frá Vísindasiðanefnd og spurningalisti á rafrænu formi var lagður fyrir knattspyrnufólk í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Þátttakendur svöruðu Hospital Anxiety and Depression Scale tvisvar, annars vegar hvernig þeim leið á þeim tíma sem þeir svöruðu í mars 2021 og hins vegar þegar keppnistímabil 2020 var frestað vegna Covid-19. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að knattspyrnufólk á Íslandi upplifði meiri kvíða- og þunglyndiseinkenni eftir að keppnistímabili 2020 var frestað vegna Covid-19 en í mars 2021. Knattspyrnufólk upplifði einnig meiri kvíða- og þunglyndiseinkenni árið 2021 á tímum Covid-19 heldur en árið 2016 þegar Covid-19 var ekki. Konur mældust með tvöfalt meiri kvíða- og þunglyndiseinkenni á HADS en karlar. |
---|