Innlagnir kvenna á Landspítala eftir ofbeldi í nánum samböndum: Afturskyggn rannsókn á skráningu hjúkrunar

Bakgrunnur: Ofbeldi í nánum samböndum er stórt samfélagsmein sem getur haft alvarleg og langvarandi áhrif. Ofbeldið er kynbundið; kona er oftar þolandi og karl, núverandi eða fyrrum maki, er gerandi. Lítið er vitað um hjúkrunarþarfir, skráningu hjúkrunar og framkvæmda hjúkrun kvenna sem þarfnast inn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Baldursdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38449
Description
Summary:Bakgrunnur: Ofbeldi í nánum samböndum er stórt samfélagsmein sem getur haft alvarleg og langvarandi áhrif. Ofbeldið er kynbundið; kona er oftar þolandi og karl, núverandi eða fyrrum maki, er gerandi. Lítið er vitað um hjúkrunarþarfir, skráningu hjúkrunar og framkvæmda hjúkrun kvenna sem þarfnast innlagnar á spítala vegna líkamlegra áverka eftir ofbeldi í nánu sambandi. Tilgangur og markmið: Að skoða hjúkrunarþarfir kvenna sem þarfnast innlagnar á spítala eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Markmið rannsóknar var að fá aukna innsýn í hjúkrunarþarfir þolenda ofbeldis í nánum samböndum og hvernig megi bæta verklag og þjónustu við þennan sjúklingahóp. Aðferðir: Framkvæmd var megindleg, afturskyggn rannsókn á þeim konum sem lögðust inn á legudeildir Landspítala vegna áverka eftir ofbeldi í nánu sambandi á rannsóknartímabilinu 2005-2019. Fengin var aðgangur að hluta gagna sem aflað hafði verið fyrir rannsóknina „Komur kvenna á Landspítala með áverka eftir heimilisofbeldi á tímabilinu 2005-2019 og samanburður við komur kvenna með ákverka eftir slys eða ofbeldi annað en heimilisofbeldi“. Skoðaðar breytur voru aldur, búseta, þjóðerni, komuástæða, ICD-10 sjúkdómsgreiningar, innlagnardeild, kyn, fjöldi og tengsl við geranda, hjúkrunargreiningar, hjúkrunargreiningar þar sem minnst er á ofbeldið, skráð hjúkrun, skráð aðkoma annarra fagstétta og afdrif við útskrift með því að skoða hjúkrunargreiningar, framvindunótur og eyðublöð frá hjúkrunarfræðingum í sjúkraskrám. Niðurstöður: Á tímabilinu lögðust inn 49 konur. Meðalaldur var 36,5 ár. Allar voru þær búsettar á höfuðborgarsvæðinu. 8% kvennanna voru með erlent ríkisfang. Meðallegutími á Landspítala var 20 dagar. Algengast var að konurnar legðust inn á bæklunarskurðdeild (26%), geðdeild (22%) eða háls-, nef- og eyrnaskurðdeild (14%). Að meðaltali höfðu konurnar 2,5 ICD-10 sjúkdómsgreiningar, áverka- og geðgreiningar algengastar. Í 96% tilvika var gerandinn karl og í 71% tilvika núverandi maki. Alls voru 46 hjúkrunargreiningar notaðar við hjúkrunarmeðferð þessara kvenna, ...