Barnafátækt á Íslandi. Leiðir til velferðar

Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif barnafátækt hefur á æsku barna og á fullorðinsár þeirra. Jafnframt er markmiðið að skoða hvernig stjórnvöld geta nýtt sér stefnumótun sína varðandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að uppfylla fyrsta Heimsmarkmiðið fyrir árið 2030, þ.e.a.s. enga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanney Erla Hansdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38303
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif barnafátækt hefur á æsku barna og á fullorðinsár þeirra. Jafnframt er markmiðið að skoða hvernig stjórnvöld geta nýtt sér stefnumótun sína varðandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að uppfylla fyrsta Heimsmarkmiðið fyrir árið 2030, þ.e.a.s. enga fátækt á Íslandi. Árið 2020 bjuggu 10,4% íslenskra barna við fátækt. Barnafátækt hefur aukist verulega undanfarin ár í Evrópu. Umfang barnafátæktar hér á landi verður til umfjöllunar og verður hún borin saman við barnafátækt á Norðurlöndunum og í Evrópu. Jafnframt verður fjallað um það hvaða aðgerðir og stefnumótun hafa verið útfærðar til að koma til móts við fátækar fjölskyldur og börn þeirra á Íslandi og hvað er fyrirhugað í þeim málaflokki til að halda þeirri vinnu áfram. Helstu niðurstöður benda til þess að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að vinna að heildrænni og metnaðarfullri stefnumótun um það hvernig draga megi úr barnafátækt hér á landi og að lokum að útrýma henni í samræmi við fyrsta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Til þess þurfa stjórnvöld að leggja meiri fjármuni í þennan málaflokk. Aðgerðir sem tekið hafa gildi til að koma til móts við barnafátækt eru ókeypis námsgögn í skyldunámi barna, ókeypis tannlæknaþjónusta að undanskildu komugjaldi, ókeypis þjónusta fyrir börn á heilsugæslustöðvar, tómstundastyrkir sveitarfélaga og viðbótar tómstundastyrkir stjórnvalda. Auk þess tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar sem stuðla átti að betri lífsgæðum fátækra foreldra og barna þeirra og félagsleg húsnæðisúrræði sveitarfélaga fyrir efnalítil heimili. Fátæk börn eru oft félagslega einangruð og taka ekki þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn og afleiðingar þess á uppvaxtarár þeirra eru m.a. að þau hafa færri tækifæri til að iðka sín áhugamál og sum þeirra upplifa vanrækslu og ofbeldi. Þau börn sem búa yfir seiglu og verndandi þáttum eins og góðu sjálfstrausti og jákvæðni og fá stuðning frá fjölskyldu sinni og skólanum vegnar betur í lífinu en börnum sem sem ekki búa yfir þessum eiginleikum, en áhrif fátæktar ...