„Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“: Þróun í málefnum heimilislausra frá árinu 2014 með áherslu á skaðaminnkandi nálgun

Á undanförnum árum hefur umræða um heimilisleysi aukist, einkum í tengslum við áætlun Reykjavíkurborgar um að veita heimilislausum varanlegt húsnæði undir formerkjum Húsnæði fyrst. Út frá samfélagslegri umræðu má ætla að mörgum finnist nauðsynlegt að bæta aðstæður jaðarsettra hópa samfélagsins en þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólöf Pétursdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38248
Description
Summary:Á undanförnum árum hefur umræða um heimilisleysi aukist, einkum í tengslum við áætlun Reykjavíkurborgar um að veita heimilislausum varanlegt húsnæði undir formerkjum Húsnæði fyrst. Út frá samfélagslegri umræðu má ætla að mörgum finnist nauðsynlegt að bæta aðstæður jaðarsettra hópa samfélagsins en þegar kemur að því að útvega fólki húsnæði og skapa því viðunandi aðstæður til að bæta líf sitt þá verða raddir almennings háværar um að slík úrræði eigi ekki heima í íbúðahverfum borgarinnar. Fjölmiðlar draga gjarnan upp neikvæða mynd af heimilislausum sem viðheldur þeirri staðalímynd að þessi hópur sé hættulegur, brjóti af sér og skaði umhverfið. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna umfang heimilisleysis og skoða þróunina í málefnum heimilislausra á Íslandi frá árinu 2014. Fjallað verður um stigalíkanið og þarfapýramída Maslows ásamt skaðaminnkun og Húsnæði fyrst og hvernig unnið er út frá þeirri hugmyndafræði í þjónustu við heimilislausa. Einnig verður stefnumótun Reykjavíkurborgar skoðuð og borin saman við fyrri stefnu í málefnum heimilislausra. Þá verður fjallað um rannsóknir sem hafa verið gerðar á heimilisleysi á öðrum Norðurlöndum. Má þar helst nefna Finnland þar sem skaðaminnkandi nálgun hefur verið beitt til þess að minnka heimilisleysi með góðum árangri. Niðurstöður benda til þess að heimilislausum hafi fjölgað í Reykjavík frá árinu 2014. Mikil aukning varð milli úttekta hjá borginni frá árinu 2012 til 2017 og sýna niðurstöður einnig mikla fjölgun gesta í neyðarskýlum. Ýmsar breytingar hafa orðið í stefnumótun Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra og hafa verið stigin skref í rétta átt. Þó er langt í land og má álykta að skortur á samvinnu ólíkra kerfa og fordómar samfélagsins séu helstu hindranirnar.