Ítrekunartíðni á Íslandi, Noregi og í Bandaríkjunum: Fræðilegt yfirlit yfir rannsóknir

Ítrekunartíðni lýsir árangri fangelsiskerfa í að hindra frekari glæpastarfsemi. Fangelsiskerfi eru mismunandi og er hvert sérstakt hvað varðar stefnur og aðgerðir. Ísland og Noregur eru talin hafa væga refsistefnu sem leggur áherslu á endurhæfingu fanga. Í Bandaríkjunum er refsistefnan harðari og sk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafía Laufey Steingrímsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38029
Description
Summary:Ítrekunartíðni lýsir árangri fangelsiskerfa í að hindra frekari glæpastarfsemi. Fangelsiskerfi eru mismunandi og er hvert sérstakt hvað varðar stefnur og aðgerðir. Ísland og Noregur eru talin hafa væga refsistefnu sem leggur áherslu á endurhæfingu fanga. Í Bandaríkjunum er refsistefnan harðari og skilar föngum ekki endilega endurhæfðum út. Ítrekunartíðni getur einnig gefið vísbendingu um hvaða tegund refsingar skilar bestum árangri. Þróun síðustu ára hefur falið í sér aukna notkun úrræða utan fangelsa í stað óskilorðsbundinna fangelsisdóma. Eitt þessara úrræða er samfélagsþjónusta. Tilgangur þessarar ritgerðar er að gefa yfirlit yfir rannsóknir á ítrekunartíðni á Íslandi, Noregi og í Bandaríkjunum. Markmiðið er að meta árangur ólíkra fangelsiskerfa í að endurhæfa brotamenn. Jafnframt að kanna hversu vel ólíkum refsitegundum tekst að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti aftur af sér. Sérstök áhersla er lögð á afplánun í fangelsum og með samfélagsþjónustu. Auk þess verður leitast við að sjá hvaða þættir hafa áhrif á ítrekun. Niðurstöður athugunarinnar eru þær að fangelsiskerfin á Íslandi og í Noregi eru mun betur í stakk búin heldur en hið bandaríska til að tryggja föngum farsæla endurkomu út í samfélagið. Þá skilar samfélagsþjónusta ekki lakari ítrekunartíðni en fangelsisrefsing og er jafnvel betri leið til að endurhæfa brotamenn. Ítrekunartíðnin var hæst fyrir auðgunarbrot, þjófnað og rán en lægst fyrir þá sem fengu dóma fyrir fíkniefnabrot og kynferðisbrot. Ítrekunartíðnin var aftur á móti há fyrir allar brotategundir í Bandaríkjunum. Þá reyndist fyrri brotasaga vera sérstakur áhættuþáttur varðandi ítrekun sem varpar ljósi á gagnsemi samfélagsþjónustu sem úrræði fyrir fyrsta brot einstaklings.