Summary: | Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til MIS-gráðu í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Í rannsókninni er skoðað hvaða viðhorf BA nemendur, við Hugvísindasvið Háskólans, hafa til notkunar á rafrænum námsbókum, og hvort þeir velja prentaðar námsbækur fram yfir rafrænar. Einnig er skoðað hvað hindrar þá í notkun rafrænna námsbóka og hvað gæti stuðlað að betri notendavænleika. Markmið rannsóknarinnar er þar með að skoða betur hvernig rafrænar námsbækur eru að nýtast nemendum og hvernig er mögulega hægt að laga þjónustuna betur að þörfum þeirra. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við níu einstaklinga. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að nemendum finnist rafrænar námsbækur þægilegar, hentugar og ódýrar. Nemendum virðist einnig þykja þægilegt að geta flett upp efnisorðum, yfirstrikað og afritað í rafræna textanum. Nemendur nefndu að helstu ókostir við rafrænar námsbækur væru skortur á yfirsýn og líkamleg óþægindi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til þess að nemendum finnist prentaðar námsbækur vera fyrirferðarmiklar og dýrar. Þeim finnst samt gott að geta flett fram og til baka í prentuðu eintaki og haft þannig betri yfirsýn yfir efnið. Nemendur töldu einnig að það væri öðruvísi tilfinning að lesa prentaðar námsbækur. Það verður sífellt mikilvægara að búa yfir góðri færni í miðla- og upplýsingalæsi þar sem algóritmískt misrétti getur gert vart við sig og misvísandi, eða beinlínis rangar upplýsingar eru auðfáanlegar. Svo virðist sem að nemendur eru ekki alltaf vissir um hvaðan þeir fá rafrænt efni og hvort það er fengið með löglegum hætti eða ekki. Það komu vísbendingar fram um að nemendum virðist skorta meiri leiðsögn um hvar nálgast mætti rafrænt efni, og meiri og betri vitneskju um þá þjónustu sem bókasafnið býður upp á. This thesis is written for a MIS degree in information science at the University of Iceland. This qulitative study investigates the views of using digital textbooks, amongst undergratudate students in the Humanities, and whether they prefer the ...
|