Dagforeldrakerfi höfuðborgarsvæðisins: Verkefnamat

Í ritgerð þessari er lýst mati á dagforeldrakerfi höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin er eigindlegt verkefnamat og er megintilgangur þess að varpa ljósi á kosti og galla dagforeldrakerfisins sem er við lýði í dag og setja fram ábendingar um úrbætur og nýja sýn á fyrirliggjandi kerfi. Vonast er til að ri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórdís Erlingsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37821
Description
Summary:Í ritgerð þessari er lýst mati á dagforeldrakerfi höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin er eigindlegt verkefnamat og er megintilgangur þess að varpa ljósi á kosti og galla dagforeldrakerfisins sem er við lýði í dag og setja fram ábendingar um úrbætur og nýja sýn á fyrirliggjandi kerfi. Vonast er til að ritgerðin geti orðið efniviður í áframhaldandi uppbyggingu dagforeldrakerfis sveitarfélaganna. Verkefnamatið byggir annarsvegar á viðhorfum hagsmunaaðila, þ.e. foreldra ungra barna sem nýtt hafa sér þjónustu dagforeldra síðustu tvö ár, dagforeldra með að minnsta kosti tíu ára starfsreynslu og fulltrúa sveitarfélaganna sem fara með málaflokkinn. Hinsvegar byggir það á rýni í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005, auk annarra laga, reglugerða, skýrslna og úttekta sem taka til málaflokksins. Með verkefnamatinu er leitast eftir því við viðmælendur að þeir deili sinni reynslu af dagforeldrakerfinu, þjónustunni, skoðunum sínum og ábendingum um núgildandi kerfi. Reynt er að draga fram nýja sýn á dagforeldrakerfið og óskað eftir því við viðmælendur að þeir komi með hugmyndir að úrlausn þeirra þátta sem gagnrýnin beinist mest að og þeir spurðir hvort þeir hafi í huga einhverjar nýjungar sem þeir vilja sjá í kerfinu með úrbætur í huga. Niðurstöður benda til þess að margt megi betur fara í dagforeldrakerfinu og styrkja þurfi stoðirnar. Reynsla foreldra og dagforeldra er misgóð en almenn ánægja virðist ríkja um dagforeldrakerfið. Ágætar tillögur til úrbóta á núverandi kerfi komu fram í rannsókninni og bar þar hæst hækkun á niðurgreiðslu til foreldra með mögulegu þaki á gjaldtöku dagforeldra og aukið eftirlit og umsjón með dagforeldrum. Auk þess má nefna nýjungar í umsóknarferlinu, gegnsærra biðlista- og umsóknarkerfi og upptöku námskrár fyrir dagforeldra. This master thesis is an assessment of the day-care system in the capital area of Iceland. The thesis is a qualitative evaluation, the main purpose is to look at the pros and cons of the day-care system that is currently used and to come up with ways to improve ...