Lús í laxeldi : áhrif hrognkelsa

Verkefnið er lokað til 01.01.2024. Lús í laxeldi er stærsta vandamál eldisfyrirtækja og aðgerðir til að sporna við henni kosta fyrirtæki mikla fjármuni ár hvert. Þessar aðgerðir felast m.a í lyfjagjöf, notkun mekanískra og líffræðilegra aðferða. Líffræðilegar aðferðir geta verið góður kostur þar sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristinn Marinósson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37621
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.01.2024. Lús í laxeldi er stærsta vandamál eldisfyrirtækja og aðgerðir til að sporna við henni kosta fyrirtæki mikla fjármuni ár hvert. Þessar aðgerðir felast m.a í lyfjagjöf, notkun mekanískra og líffræðilegra aðferða. Líffræðilegar aðferðir geta verið góður kostur þar sem þær eru kostnaðarminni og umhverfisvænar. Notkun hreinsifiska í laxakvíum er ein þeirra líffræðilegu aðferða sem hafa þróast mikið á síðustu árum. Hrognkelsi er afar harðgerður fiskur sem virðist henta einstaklega vel í sameldi með laxi þar sem hiti sjávar er undir 15 °C. Í þessari ritgerð verður fjallað um laxalús og skaðsemi hennar, ýmsar hreinsiaðferðir og athugað hvort hrognkelsi séu raunhæfur kostur gegn lúsinni. Rýnt verður í aðsend gögn, rannsóknir og niðurstöður frá Arctic Fish á Íslandi og Hiddenfjord í Færeyjum. Lykilorð: Laxeldi, laxalús, hrognkelsi, hreinsifiskur, hreinsiaðferðir