Lyfjaskortur á Íslandi 2015 - 2020

Bakgrunnur: Undanfarið hefur borið meira á umræðu um lyfjaskort á Íslandi meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Lyfjaskortur hefur farið vaxandi á alþjóðavísu seinasta áratuginn og margvíslegar ástæður sem geta legið þar að baki. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu lyfj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Björk Einarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37349
Description
Summary:Bakgrunnur: Undanfarið hefur borið meira á umræðu um lyfjaskort á Íslandi meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Lyfjaskortur hefur farið vaxandi á alþjóðavísu seinasta áratuginn og margvíslegar ástæður sem geta legið þar að baki. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu lyfjaskorts á Íslandi frá 2015 – 2020 og skoða þróun í gegnum árin. Aðferðir: Greining á gögnum rannsóknarinnar byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem tölfræðilegar niðurstöður voru settar fram með lýsandi greiningu. Tekið var saman gögn af biðlista Sjúkratrygginga Íslands, lyfjaverðskrá, undanþágulyfjaverðskrá og úr IMAMED gagnagrunni Lyfjastofnunnar. Niðurstöður: Fjöldi lyfja á markaði hefur verið stöðugur gegnum árin en áætlaður skortur virðist hafa aukist að einhverju leyti síðan 2015, með smá sveiflum. Árið 2020 var mestur áætlaður lyfjaskortur þar sem 41% lyfja fóru í skort einhverntímann á árinu. Áberandi fjölgun hefur orðið í umsóknum fyrir undanþágulyf hvert ár, en fjöldi umsókna tvöfaldaðist til að mynda á milli 2018 og 2019 þrátt fyrir að skortur hafi lækkað á milli þeirra ára. Þegar litið var á tilkynntan skort fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2020 mátti sjá að helstu ástæður skorts voru tafir á sendingum (27%), vandamál í framleiðslu ótengt gæðakröfum (18%), þegar magn í sölu mætir ekki eftirspurn (17%) og afskráningar (17%). Í a.m.k. 85% tilfella var hægt að halda lyfjameðferð áfram með sama virka efni í stað þess lyfs sem fór á bið. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðna mynd af stöðu mála hér á landi. Vísbendingar eru um að lyfjaskortur hafi aukist seinustu ár en árið 2020 er að vissu leyti sérstakt útaf fyrir sig vegna áhirfa COVID19. Með nánara utanumhaldi um lyfjaskort og tilkomu IMAMED gagnagrunnsins er hægt að greina betur ástæður skorts og sjá hvar vandamálin liggja til að hægt sé að bregðast við og lágmarka skort. Background: Recently there have been more discussions about drug shortage in in Iceland, from both the general public and healthcare workers. Over the past years drug ...