Stjórnsýsla jarðhitamála: Aðlögunarforysta og aðgerðaáætlun fyrir Orkustefnu stjórnvalda

Orkustefna stjórnvalda á Íslandi innifelur framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð byggða á gildum og markmiðum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að leggja mat á hvernig megi raungera framtíðarsýnina hvað stjórnsýslu jarðhitamála varðar. Opinber stjórnsýsla jarðhita hefur umbreyst með markaðsvæðingu í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jónas Ketilsson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37339
Description
Summary:Orkustefna stjórnvalda á Íslandi innifelur framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð byggða á gildum og markmiðum. Tilgangur þessarar rannsóknar er að leggja mat á hvernig megi raungera framtíðarsýnina hvað stjórnsýslu jarðhitamála varðar. Opinber stjórnsýsla jarðhita hefur umbreyst með markaðsvæðingu í anda nýskipunar í ríkisrekstri sem kallar á ný-weberskar hefðir í átt að samstarfsstjórnsýslu. Með umbótastofum, samstokkun og heildun með sameiginlegri gátt stjórnvalda er möguleiki á að hið opinbera geti stigið skref í átt að netvæddu stýrineti hins opinbera fyrir komandi tíma fjórðu iðnbyltingarinnar. Hið kvika eðli jarðhitans fellur ekki vel að stífmótuðum stjórnsýsluferlum og af þeim sökum er mikilvægt að fyrirkomulag stjórnsýslunnar taki tillit til eðli auðlindarinnar. Aðgengi er takmarkað og nýting háð óvissu. Rannsóknin skilgreinir efnisákvarðanir útgefinna jarðhitaleyfa sem eru metnar út frá málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Með greiningarferli Williams var hægt að beita aðlögunarforystulíkani til að meta höfuðáskoranir stjórnvalda sem er áskorun umbreytinga til sáttar um vernd og nýtingu og áskorun aðgerða til að raungera þær breytingar sem aðgerðaáætlunin tilgreinir. Aðgerðaáætlunin dregur saman umbótatillögur og er hönnuð út frá átta þrepa líkani Kotters um breytingastjórnun. Með t.d. reglubundinni endurskoðun og ákvæðum um orkunýtni og umhverfisskilyrði í nýtingarleyfum er líklegra að markmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda geti náðst. Umbótastofum er ætlað að styrkja tengslanet hins opinbera og opnar fyrir möguleika stýrineta. Með því að fylgja formi breytingastjórnunar má festa í sessi þær breytingar sem aðgerðaáætluninni er ætlað að innleiða og ná fram varanlegum áhrifum og stefnubreytingu í átt að framtíðarsýn Orkustefnunnar. The Energy Policy of the Government of Iceland includes a vision for a sustainable energy future based on values and goals. The purpose of this research is to suggest a strategic plan for the adaptation of the Energy Policy for the public administration of geothermal ...