Helstu verkefni leikskólastjóra í Reykjavík

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða verkefnum leikskólastjórar í Reykjavík sinna og hvernig þau verkefni samræmast skilgreindu hlutverki þeirra í lögum og reglugerðum, kenningum um faglega forystu og uppbyggingu lærdómssamfélags. Kannað var hvernig leikskólastjórar forgangsröðuðu verkefnum bæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Stefánsdóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37187
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða verkefnum leikskólastjórar í Reykjavík sinna og hvernig þau verkefni samræmast skilgreindu hlutverki þeirra í lögum og reglugerðum, kenningum um faglega forystu og uppbyggingu lærdómssamfélags. Kannað var hvernig leikskólastjórar forgangsröðuðu verkefnum bæði eins og þau birtust í daglegum verkefnum og hvernig þeir helst vildu forgangsraða. Einnig var skoðað hverjir framkvæmdu ákveðin verkefni innan skólans. Þá voru leikskólastjórar beðnir að meta tækifæri til faglegrar umræðu í leikskólanum. Þátttakendur voru 63 leikskólastjórar í borgarreknum leikskólum í Reykjavík. Um er að ræða megindlega rannsókn þar sem gögnum var safnað með tveimur spurningakönnunum. Fyrri könnunin var framkvæmd á vegum Skóla- og frístundasviðs (SFS) og hin seinni af höfundi. Helstu niðurstöður gefa til kynna að leikskólastjórar í Reykjavík sinna mjög fjölbreyttum verkefnum. Leikskólastjórar gera sér grein fyrir mikilvægi faglegrar samræðu í leikskólanum en telja erfitt að finna tíma fyrir hana og finna breytingar á faglegu umræðunni samhliða fækkun leikskólakennara. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna hver verkefni leikskólastjóra í Reykjavík eru og sýna jafnframt að þau ríma við skilgreind hlutverk þeirra samkvæmt lögum, starfslýsingu og aðalnámskrá. Einnig gefa niðurstöður til kynna að leikskólastjórar séu meðvitaðir um mikilvægi fagmennskunnar og séu sífellt að leita leiða til að finna henni farveg í þeim starfsaðstæðum sem eru til staðar og með þeim fjölbreytta hópi starfsmanna sem er í leikskólum. The aim of the research was to examine which tasks preschool principals in Reykjavík City perform and how those tasks conform to their defined role in laws and regulations, theories of professional leadership and the development of a professional learning community. It was examined how preschool principals prioritize tasks both as they appeared as daily tasks and how they would prefer to prioritize. It was also examined who carried out certain tasks within the school. Preschool ...