„Þú með þínar setningar“ Textatengsl og málsnið í 101 Reykjavík

Í þessari ritgerð er skáldsagan 101 Reykjavík til umfjöllunar. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður farið nokkuð lauslega yfir aðstandendur, söguþráð og viðtökur beggja verka, auk þess sem aðlögunarferlið sjálft verður til umfjöllunar. Þar verður einnig talað um hvernig íslenskir kvikmyndagerðarmenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingi Þ. Óskarsson 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37032
Description
Summary:Í þessari ritgerð er skáldsagan 101 Reykjavík til umfjöllunar. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður farið nokkuð lauslega yfir aðstandendur, söguþráð og viðtökur beggja verka, auk þess sem aðlögunarferlið sjálft verður til umfjöllunar. Þar verður einnig talað um hvernig íslenskir kvikmyndagerðarmenn á tíunda áratugnum reyndu að höfða meira til alþjóðlegra áhorfenda en áður tíðkaðist á Íslandi og hvernig 101 Reykjavík tók þátt í þeirri þróun. Í næsta kafla er kvikmyndin skoðuð út frá kenningum um textatengsl og aðlögun. Þar er annars vegar unnið út frá kenningum Gérards Genette, sem bjó til flokkunarkerfi í kringum textatengsla-hugtakið, og hinsvegar kenningum kvikmyndafræðingsins Robert Stam um hollustu (e. fidelity) tengda aðlögunum. Þar verður einnig litið til tveggja greininga, Öldu Bjarkar Valdimarsóttur annars vegar, og Lisu Hopkins hinsvegar, sem báðar hafa fjallað um skáldsöguna sem umritun (e. hypertext) á leikritinu Hamlet eftir William Shakespeare. Einnig fjallaði Alda Björk um beitingu Hallgríms á tungumálinu í bókinni, sérstaklega í tenglsum við grótesku. Einnig er fjallað stuttlega um kenningar í aðlögunarfræðum. Þar á eftir er stærsti kafli ritgerðarinnar þar sem fjallað verður um sjálft tungumálið í báðum textum, þar sem sérstaklega er litið til kenninga um málsnið, en allir málnotendur eru færir um að nota mismundandi málsnið þar sem þeir breyta því hvernig þeir beita tungumálinu eftir aðstæðum. Málsnið getur einnig verið breytilegt eftir textategund og því er eðlilegt að þó að kvikmynd sé byggð á skáldsögu að tungumálið sé ekki nákvæmlega eins í textunum tveimur. Sérstök athygli verður vakin á því hvaða breytingar verða á tungumálinu við breytingu miðilsins sem notaður er við flutning þess en breytingar eru gerðar á málinu við breytingu á miðli.