Tryggvi Ólafsson : litir, form og myndbygging

Eftirfarandi ritgerð fjallar um myndlistarmanninn Tryggva Ólafsson, feril hans og aðferðir sem hann notaðist við í listsköpun sinni. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir bakgrunn Tryggva, æsku hans á Neskaupsstað, árin sem hann dvaldi í Reykjavík og loks námsárin í Kaupmannahöfn en Tryggvi bjó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Kristjánsdóttir 1991-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36515
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð fjallar um myndlistarmanninn Tryggva Ólafsson, feril hans og aðferðir sem hann notaðist við í listsköpun sinni. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir bakgrunn Tryggva, æsku hans á Neskaupsstað, árin sem hann dvaldi í Reykjavík og loks námsárin í Kaupmannahöfn en Tryggvi bjó þar með fjölskyldu sinni í tæplega 50 ár. Höfundur skoðar hvernig myndmál í verkum listamannsins breytist og hvernig eitt tímabil leiðir Tryggva inn í annað tímabil. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvað er það sem einkennir verk Tryggva og hvernig vann hann þau? Mikil og skipulögð skissuvinna liggur að baki verkanna sem höfundur rannsakar til þess að fá dýpri skilning á arfleið listamannsins. Höfundur tók viðtöl við fjölskyldumeðlimi Tryggva til að öðlast betri skilning á listsköpun hans og lífi, rýndi í heimildir og skoðaði skissubækur listamannsins svo eitthvað sé nefnt. Er það niðurstaða höfundar að skissubækur sem Tryggvi bjó til og kallaði Úrklip, séu þungamiðjan í öllu sköpunarferli hans. Tryggvi vann verk sín með mjög skipulögðum hætti. Úrklippubækurnar gefa góða mynd af safnaranum Tryggva, en hæfileiki hans til að taka eftir og safna hlutum, myndum og formum í umhverfi sínu endurspeglast skýrt í verkum hans. Myndmálið er ekki endilega hlaðið fyrirfram ákveðnum merkingum. Hver og einn getur túlkað verk Tryggva á sinn persónulega hátt, þrátt fyrir að verkin komi öll úr óvæntum og einstökum hugarheimi Tryggva.