Hvað er málið með Akranes? : staða og hlutverk Akraness sem byggðar á jaðri höfuðborgarsvæðisins í samanburði við Árborg og Reykjanesbæ.

Mynstur byggðar er í sífelldri þróun. Þegar hröð uppbygging á sér stað á skipulag það gjarnan til að lúta í lægra haldi fyrir byggðarþenslu. Sú þensla veldur gífurlegum samfélagslegum kostnaði og er einkum dýr fyrir meðaljóninn sem glatar dýrmætum tíma. Viðbragðið við þessari þróun er myndun svokall...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Karen Jónsdóttir 1998-, Sylvía Martinsdóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36265
Description
Summary:Mynstur byggðar er í sífelldri þróun. Þegar hröð uppbygging á sér stað á skipulag það gjarnan til að lúta í lægra haldi fyrir byggðarþenslu. Sú þensla veldur gífurlegum samfélagslegum kostnaði og er einkum dýr fyrir meðaljóninn sem glatar dýrmætum tíma. Viðbragðið við þessari þróun er myndun svokallaðra gervihnattabæja (e. Satellite Towns). Akranes, Reykjanesbær og Árborg hafa einkenni slíka bæja meðal annars vegna nálægðar þeirra við höfuðborgarsvæðið. Á undanförnum árum hefur Akranes ekki náð að draga til sín og halda sama fjölda nýrra íbúa og Árborg og Reykjanesbær. Í þessari ritgerð er skoðað hvaða ástæður gætu legið þar að baki. Stuðst er við helstu líkön og kenningar svæðahagfræðinnar, meðal annars landnýtingarkenningu Von Thunen, neyslukenningu Graves og Roback-líkanið. Fjallað er um skynvirði (e. amenities) og áhrif þess á búsetuval sem og á húsnæðisverð. Gerð er þríþætt greining: lýsandi greining á búsetuskilyrðum, aðhvarfsgreining ásamt greiningum á fasteigna- og vinnumarkaði. Í aðhvarfsgreiningunni er leitast við að meta gildi skynvirðis milli bæjarfélaga. Niðurstöðurnar sýna hvort að jákvætt skynvirði sé til staðar á Akranesi. Út frá niðurstöðum aðhvarfsgreiningar verður reynt að skýra enn frekar hvaða þættir það geta verið sem hamla búferlaflutningum til Akraness og hvernig bæjaryfirvöld geta snúið vörn í sókn.