Fjórða iðnbyltingin : áhrif sjálfvirknivæðingar á fyrirtæki og hagkerfið á Íslandi

Umræða um fjórðu iðnbyltinguna hefur aukist verulega á undanförnum árum. Flestar þær umræður hafa einkennst af áhyggjum yfir því að með aukinni sjálfvirkni myndist atvinnuleysi og ójöfnuður sem ekki er hægt að snúa við. Oft gleymast þau nýju tækifæri sem skapast með aukinni tækniþróun en menntun mun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pétur Örn Sigurbjörnsson 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36260
Description
Summary:Umræða um fjórðu iðnbyltinguna hefur aukist verulega á undanförnum árum. Flestar þær umræður hafa einkennst af áhyggjum yfir því að með aukinni sjálfvirkni myndist atvinnuleysi og ójöfnuður sem ekki er hægt að snúa við. Oft gleymast þau nýju tækifæri sem skapast með aukinni tækniþróun en menntun mun koma til með að spila lykilhlutverk í því að tryggja að fólk hafi þá þekkingu sem til þarf til að grípa tækifærin. Í þessari ritgerð verður tæknin sem mun koma til með að umbreyta atvinnumarkaðinum á næstu árum sundurliðuð. Fjórðu iðnbyltingunni er skipt niður í sjö mismunandi tegundir tækni sem fyrirtæki geta notað til þess að auka framleiðni og vinnuhagræði. Skoðað verður hvaða áhrif sjálfvirknivæðingin getur haft á íslensk fyrirtæki og hvernig hagkerfið gæti komið til með að breytast. Framkvæmd voru tvö djúpviðtöl við skrif ritgerðar. Viðmælendur voru þau Dr. Yngvi Björnsson, prófessor í tölvunarfræði og meðstjórnandi gervigreindarseturs við Háskólann í Reykjavík og Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur, MBA frá Harvard-Háskóla og einn höfunda skýrslu Stjórnarráðs Íslands um fjórðu iðnbyltinguna. Þar auki var sett fram spurningakönnun sem kannaði hvernig íslensk fyrirtæki eru að nýta sér sjálfvirkni í dag og hvaða áhrif það hefur haft. Könnunin sýndi að íslensk fyrirtæki eru að sjálfvirknivæða störf í auknum mæli. Nær öll þeirra sáu framleiðniauka við sjálfvirknivæðingu og flest þeirra sjá fram á frekari sjálfvirkni starfa á náinni framtíð. Lykilorð: Fjórða iðnbyltingin, sjálfvirkni, tækni, gervigreind, hagkerfi, atvinnumarkaður, framleiðni