Dulinn máttur barnabókanna : greining á jafnrétti kynjanna í barnabókum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn sem gerð var á birtingarmynd kynjanna í 14 barnabókum sem leikskólakennarar frá fimm leikskólum nota í kennslu. Niðurstöður úr heildarfjölda bókanna leiddi í ljós töluvert ójafnvægi kynjanna. Ber þar helst að nefna að karlkyns sögupersónur koma fram í heil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óli Steinar Sólmundarson 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36187
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn sem gerð var á birtingarmynd kynjanna í 14 barnabókum sem leikskólakennarar frá fimm leikskólum nota í kennslu. Niðurstöður úr heildarfjölda bókanna leiddi í ljós töluvert ójafnvægi kynjanna. Ber þar helst að nefna að karlkyns sögupersónur koma fram í heildartexta bókanna í 65,1% tilvika á meðan kvenkyns sögupersónur koma fram í einungis 34,9% tilvika. Helstu lýsingarnar sem notaðar eru yfir kvenkyns sögupersónur eru útlitstengd orð, á meðan karlkyns sögupersónum var oftast lýst útfrá eiginleikum þeirra. Þessar niðurstöður gefa til kynna ákveðnar staðlaðar hugmyndir um kynin. Enn fremur er vitsmunum karla í bókunum lýst með bæði jákvæðum og neikvæðum hætti á meðan vitsmunum kvenna er einungis lýst með neikvæðum hætti. Einnig var skoðað hvort munur væri á birtingarmynd kynjanna eftir því hvaða grunnþætti menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 leikskólakennararnir tengdu við bækurnar. Þar mældist ójafnvægi kynjanna hvað mest í bókum sem leikskólakennarar tengdu við grunnþáttinn læsi. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að áherslur á mikilvæga námsþætti eins og læsi geti skyggt á aðra mikilvæga námsþætti eins og jafnrétti. The subject of this paper is a study of the gender portrayal in 14 children‘s books used by preschool teachers in five preschools in Akureyri. Findings from the total number of books revealed considerable gender imbalances. It is worth mentioning that male characters appeared in the overall text of the books in 65,1% of cases, while female characters appeared in only 34,9% of cases. Most of the words used to describe female characters were appearance-related words, while male characters were most often described by their characteristics. These results indicate certain stereotyped ideas about males and females. Furthermore, the male characters‘s intellectual factors in the books are described in both positive and negative ways, while female characters‘s intellectual factors are only described in a negative way. It was also examined whether ...